Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 44
48
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stæði ekki fram yfir nýárið. Var þá á fyrri tímum ekki svo fátítt,
að fólk setti vökustaura, sem kallaðir voru, á augnalokin til þess að
sofna ekki út af. Staurarnir eða augnateprurnar voru gerðar úr
smáspýtum, ámóta stórum og eldspýtur gerast nú á dögum. Stund-
um var og notað baulubein úr þorskhöfði eða eyruggabein úr
fiski. Var skorið inn í beinið eða spýtuna til hálfs, en haft heilt
hinumegin, og gerð á lítil brotalöm og skinninu á augnalokinu
smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið, og var þá mjög
sárt að láta aftur augun. Þetta kvalræði settu húsbændur á þá,
sem ekki gátu haldið sér uppi við prjónaskapinn eins og þeim lík-
aði. Vika þessi hefir verið nefnd staurvika, og stendur staurbitinn
í sambandi við hana. Nú er þessu allsstaðar hætt.
Til skýringar er svo birt mynd af augntepru.
Augnatepra. ■—■ Eftir fslenzkum þjóðháttum.
Seðlasafn Jónasar í Landsbókasafni nær ekki yfir þennan kafla
í Islenzkum þjóðháttum, svo að heimild hans að þessari lýsingu
virðist einkurn vera þjóðsögur Jóns Árnasonar, sem vitnað er til, en
þar segir svo um þetta atriði, í II. bindi, bls. 568—69 í útgáfunni
1864:
Næstu vikuna fyrir jólin eru vökur hafðar leingstar á Islandi, og
vakan miðuð við sjöstjömuna til sveita, þar sem ekki eru stunda-
klukkur; er svo vakað, þángað til stjarnan er komin í nónstað eða
miðaptan. Þessi vika er bæði kölluð „augnavika" og „staurvika".
Augnavika heitir hún af því, að þá „vaka menn öll augu úr höfði
sér“, þreytast við ljósbirtuna og verða dapureygðir; en staur-
vika af því, að til þess að halda vöku fyrir fólkinu, létu húsbændur
„vökustaura“ á augu þess, þegar það fór að dotta á kvöldin; það
kalla aðrir „augnateprur". I vökustaura, eða augnateprur voru
hafðar smáspýtur, lítið gildari en brennispýtur og ámóta lángar,
baulubein eða gelgjubein úr þorskhöfði; var spýtan brotin eða
baulubeinið til hálfs, svo það gapti sundur öðru megin, en var
heilt hinu megin með lítilli brotalöm á. Upp í brestinn, sem varð
á spýtunni, var látið augnlokið, og hélt spýtan (eða beinið) sér
svo fastri á augnlokinu, með því ángarnir úr henni geingu á víxl
inn í lokið, svo það gat ekki dregizt niður fyrir augað, og urðu
þeir svo að sitja bíspertir með vökustaurana, sem ekki gátu vakað