Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 48
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Fyrsta sunnudag í jólaföstu var hafður vökustaur; það var allgóð matarveizla að kvöldi. Og fyrir bragðið varð vinnufólkið náttúr- lega miklu ötulla og kappsamara við tóvinnuna allar löngu kvöld- vökurnar á jólaföstunni. Þessar fjórar heimildir sem og áðurnefnd þjóðsaga um vökustaurs- kveldið ættu því allar að vera eldri en fyrsta útgáfa þjóðsagna Jóns Árnasonar 1862—64, en allar yngri heimildir, sem samsinna þjóð- sögunum í því efni, að vökustaur sé sama og augntepra, verður að taka með þeirri varúð, að fólki hættir einatt til að trúa því fremur, sem einu sinni er komið á prent. Eru jafnvel dæmi þess, að hinir bókfróðu Islendingar hafi tekið upp áður ókunna siði eftir fyrir- sögn þjóðsagnanna. Kemur þá að þeim heimildum um vökustaur í merkingunni augn- teprur, sem eldri eru en fyrsta prentun þjóðsagnanna. Aðalheim- ildin um þetta er vitaskuld áðurnefnd frásögn Hólmfríðar Þorvalds- dóttur, og því miður verður ekki fundið, að Jón Ámason tilgreini aðrar. Hinsvegar gæti þessi skoðun haft stuðning af endurminning- um Hólmfríðar Hjaltason, sem Elinborg Lárusdóttir skráði í bókinni Tvennir tímar, Akureyri 1949, bls. 23: Þá voru ekki notaðir vökustaurar, en gamall maður sagði Hólm- fríði frá þeim, er hún var í Fljótum. Hafði amma hans notað vökustaura. Hólmfríður var fædd 1870 á Siglufirði, en var í Fljótum í Skaga- firði á barns- og unglingsárum fram undir 1890. Sé gert ráð fyrir, að þessi óskýrgreindi gamli maður hafi þá verið um sjötugt, hefði hann getað vitað ömmu sína tala um eða nota vökustaura um 1820— 30. Hinsvegar er allsendis óvíst, hvað bam eða unglingsstúlka telur vera gamlan mann. Það gæti verið maður um fertugt, sem hefði munað ömmu sína fram um 1870. Næsta heimild um notkun vökustaurs sem augnklemmu er svo hjá Theodór Friðrikssyni í bókinni 1 verum, I 225: Steina gamla var drjúg við prjónana. Gekk svo langt, að aum- ingja kerlingin setti á sig vökustaura, og hef ég ekki séð þau ósköp í annan tíma.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.