Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Guðlaug Sveinsdóttir, önundarfirði, f. 1885:
Vökustaurar voru til. Vinnuharðir húsbændur tóku eldspýtur,
brutu í tvennt og sperrtu augnalokin upp, þegar svefninn ætlaði
að sigra hinn örþreytta líkama. Því aðeins er nafnið til, að þræl-
menni hafa verið til öldum saman. (ÞÞ 3645)
Salbjörg Jóhannsdóttir, Snæfjallaströnd, f. 1896:
Ég heyrði talað um vökustaura, þegar ég var krakki, og fólk
talaði um, að þetta hefðu verið smáspýtur, sem látnar hefðu verið
milli augnalokanna, svo að augun lokuðust ekki, þegar það átti að
herða sig við að prjóna sokka og vettlingaplögg fyrir jólin, bæði
til að selja og á heimilisfólkið. Ég þekkti gamla konu, sem talaði
stundum um þetta, og einhverju sinni spurði ég hana, hvort hún
hefði orðið að hafa þessa vökustaura. Þá sagði hún, að hún hefði
aldrei þurft að hafa þá, en sér hefði verið hótað því, að þeir yrðu
látnir á hana, ef hún ekki herti sig að klára það, sem henni var
sett fyrir. En ég veit ekki á hvaða heimili eða landshluta hún
hefur verið þá .... Það er nú mjög ótrúlegt, að nokkur hefði unnið
meira með spýtur á milli augnlokanna, en hótun gat haldið krökk-
um og unglingum fastara að verki. (ÞÞ 2783)
Sveinsína Ágústsdóttir, Árneshreppi, Strandasýslu, f. 1901:
Vökustaur. Þýddi augnteprur (að sögn aldraðs fólks). Þær voru
settar í augnatóftimar, svo augun gætu ekki lokazt, þegar svefninn
varð áleitinn síðustu vikuna fyrir jólin, sem fékk auknefni „tepru-
vika“. (Gamalla manna mál). Vel má vera, að bita eða sopa hafi
verið stungið að örþreyttum vinnendum til að hressa þá upp og
auka þrótt þeirra í látlausu starfi stritandi manns. (ÞÞ 3698)
Hróbjartur Jónasson, Skagafirði, f. 1893:
Vökustaurar voru smáspýtur klemmdar utan á augnalokin. Þetta
skapaði óþægindi, svo fólk sofnaði síður, þó svefn sækti að því.
Aldrei sá ég þetta notað, en heyrði talað um það í mínu ungdæmi
(einhver gamall kjánaskapur). (ÞÞ 3686)
Jóna Guðmundsdóttir, Fljótum, Skagafirði, f. 1899:
Þeir voru litlar tréklemmur, sem búnar voru til úr samskonar
viði og gamlir menn notuðu í gjarðir á aska og litlar engjafötur.
Tekið var með puttunum í skinnið á efra augnaloki og skinnið
framan í augabrún og klemman sett á, svo augað gat alls ekki