Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Guðlaug Sveinsdóttir, önundarfirði, f. 1885: Vökustaurar voru til. Vinnuharðir húsbændur tóku eldspýtur, brutu í tvennt og sperrtu augnalokin upp, þegar svefninn ætlaði að sigra hinn örþreytta líkama. Því aðeins er nafnið til, að þræl- menni hafa verið til öldum saman. (ÞÞ 3645) Salbjörg Jóhannsdóttir, Snæfjallaströnd, f. 1896: Ég heyrði talað um vökustaura, þegar ég var krakki, og fólk talaði um, að þetta hefðu verið smáspýtur, sem látnar hefðu verið milli augnalokanna, svo að augun lokuðust ekki, þegar það átti að herða sig við að prjóna sokka og vettlingaplögg fyrir jólin, bæði til að selja og á heimilisfólkið. Ég þekkti gamla konu, sem talaði stundum um þetta, og einhverju sinni spurði ég hana, hvort hún hefði orðið að hafa þessa vökustaura. Þá sagði hún, að hún hefði aldrei þurft að hafa þá, en sér hefði verið hótað því, að þeir yrðu látnir á hana, ef hún ekki herti sig að klára það, sem henni var sett fyrir. En ég veit ekki á hvaða heimili eða landshluta hún hefur verið þá .... Það er nú mjög ótrúlegt, að nokkur hefði unnið meira með spýtur á milli augnlokanna, en hótun gat haldið krökk- um og unglingum fastara að verki. (ÞÞ 2783) Sveinsína Ágústsdóttir, Árneshreppi, Strandasýslu, f. 1901: Vökustaur. Þýddi augnteprur (að sögn aldraðs fólks). Þær voru settar í augnatóftimar, svo augun gætu ekki lokazt, þegar svefninn varð áleitinn síðustu vikuna fyrir jólin, sem fékk auknefni „tepru- vika“. (Gamalla manna mál). Vel má vera, að bita eða sopa hafi verið stungið að örþreyttum vinnendum til að hressa þá upp og auka þrótt þeirra í látlausu starfi stritandi manns. (ÞÞ 3698) Hróbjartur Jónasson, Skagafirði, f. 1893: Vökustaurar voru smáspýtur klemmdar utan á augnalokin. Þetta skapaði óþægindi, svo fólk sofnaði síður, þó svefn sækti að því. Aldrei sá ég þetta notað, en heyrði talað um það í mínu ungdæmi (einhver gamall kjánaskapur). (ÞÞ 3686) Jóna Guðmundsdóttir, Fljótum, Skagafirði, f. 1899: Þeir voru litlar tréklemmur, sem búnar voru til úr samskonar viði og gamlir menn notuðu í gjarðir á aska og litlar engjafötur. Tekið var með puttunum í skinnið á efra augnaloki og skinnið framan í augabrún og klemman sett á, svo augað gat alls ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.