Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 54
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS öllu gengið, þá held ég, að þetta hafi varla verið verra en sumt annað, sem umkomulitlu fólki var boðið í þá daga, en nægilega vont til þess, að fólk reyndi af fremsta megni að halda sér vakandi, sem komizt hafði einusinni eða oftar í kynni við þá. Trúi varla öðru en eitthvað heyrist fleira um vökustaura frá gömlu fólki, því þessi rejmsla mín var bara í gamni gerð og til að brosa að, en sýnir jafnframt trú þeirra eldri á heimilinu og kannski reynslu þeirra, t. d. ömmu, á því, hvernig þeir voru og til hvers. (ÞÞ 2789) Sá skilningur, að vökustaur sé sama og augnklemma, er einnig kunnur austan Möðrudalsöræfa og Þjórsár, þótt þar sé hann mun blendnari. Þannig segir Helgi Gíslason úr Vopnafirði, f. 1897: Ég man eftir þessu tilhaldi í mat, sem kallað var „vökustaur", þegar ég var unglingur á fyrsta áratug aldarinnar, en mun eftir það fljótlega lagt niður. Þetta tilhald var á fyrsta miðvikudag í jólaföstu og alltaf á kvöldvökunni, þegar allir voru komnir inn frá gegningunum. Þetta var í því fólgið, að kvöldmaturinn var í meira lagi og eitthvað betra en hversdagslega líkt og á sprengi- kvöldi daginn fyrir öskudag. Munnmæli þau, sem ég heyrði um þennan „vökustaur", voru að þetta hefði verið gleðskapur eða nokkurskonar verðlaun handa fólkinu, sem hafði keppzt við tó- skapinn frá því um veturnætur og komið upp fyrsta vef vetrarins, sem oftast var nærfatavefur. Hann þurfti að vefa á jólaföstunni, þæfa og sauma „jólaflíkurnar", svo enginn færi í „jólaköttinn". Og það virðist hafa verið talið svo mikilvægt, að enginn færi í „jólaköttinn“, að notaðir voru „vökustaurar“ á augu manna til þess að halda þeim vakandi við ullarvinnuna. Það ber öllum sögnum saman um það, en óljóst er nú, hvernig þessum svefn- spillum var komið fyrir í augum manna. Sumir kölluðu þetta „augnstaura“, aðrir „augnlokaspelkur"......Eins og ég gat um áður, hef ég engar heimildir um, hvernig þessum augnstaurum eða vökustaurum var háttað um gerð og lögun eða úr hvaða efni þeir voru. Þeir hlutu að vera þannig gerðir, að þeir gætu sem minnst skaðað augað, þó þeir yllu óþægindum, sem héldu mönnum vakandi. Ég gizka á, að ef til vill hafi þetta verið tréstaurar íbognir, hæfilega langir með sýlingu á báðum endum fyrir augn- lokið og neðrihvarminn, og þannig hafi augnlokinu verið ýtt upp undir augabrúnina kinnarmegin við sjáaldrið. Augað er viðkvæmt og beygja hlaut að vera á staurnum, svo hann kæmi ekki við augað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.