Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 63

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 63
VÖKUSTAUR 67 um með eitthvað". Orðtakið „að rembast eins og rjúpan við staurinn“ hefur verið útskýrt á þennan hátt í þjóðsögum Jóns Árnasonar, I 618: Þessi talsháttur er svo til orðinn, að þegar maður finnur fyrst rjúpnahreiður skal ekki taka eggin undan henni, heldur láta hana verpa við. En það má með því móti að maður setji lítinn staur upp á endann niður, sumir segja í mitt hreiðrið milli eggjanna, en aðrir utan við hreiðrið, og hinir þriðju segja að það nægi að leggja tréspæni í hreiðrið svo hærra beri á þeim en eggjunum. Þegar búið er að þessu og maðurinn er genginn burtu sezt rjúpan á eggin og verpir við þangað til hún hefur orpið svo mörgum eggjum að staurinn fer í kaf eða að eggjahrúgan taki jafnhátt honum, sé hann settur utan við hreiðrið, og þaðan er orðskviðurinn dreginn og er hann einnig hafður um það sem örðugt veitir að koma af. Miklu sennilegi’i er skýring sú, sem fram kemur í riti Björns Þórðarsonar, Islenzkir fálkar, Rvík 1957, bls. 81—82. (Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmennta, Annar flokkur I 5, bls. 565— 66). Þar vitnar hann í lýsingu Niels Horrebow úr Tilforladelige Efter- retninger om Island, Köbenhavn 1752, en Horrebow dvaldist hér á landi á árunum 1749—51. Þar segir svo um fálkaveiðar: Tveir stólpar eru reknir í jörð niður, hvor skammt frá öðrum. Við annan þeirra er bundin rjúpa, dúfa eða ef þess er ekki kostur hani eða hæna með 3—4 álna langri snúru um annan fót fuglsins, svo að hann geti flögrað dálítið í loft upp og fálkinn geti fremur komið auga á hann. Og við þetta gerir Björn svofellda neðanmálsathugasemd: Héðan mun komið orðtakið: „Að rembast eins og rjúpa við staur“. En þetta kynni auðvitað einnig að vera síðari tilgáta, og eigi talshátturinn „að eiga staurinn með eitthvað" sér eldri rætur, gæti upphafleg merking átt við hið eilífa bjástur blessaðrar rjúpunnar hvítu fyrir tilverunni. En þá gæti líka vökustaur nánast merkt vöku- erfiði og glaðningurinn erfiðislaun. Þrátt fyrir nokkra viðleitni hefur ekki reynzt unnt að finna neinar beinar hliðstæður vökustaursins í nærliggjandi löndum. Mat- arglaðningur þekktist vitaskuld víða, en þá undir alls óskyldum heit- um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.