Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 75
ÞÓRHALLUR VILMUNDARSON
UM KLAUSTURNÖFN
Athygli skal vakin á því, að eftirfarandi grein var samin
í september 1973, sbr. dagsetningar í greininni. Sjá enn fr.
grein Kristjáns Eldjárn, Punktar um Hraunþúfuklaustur,
Árbók 1973, 123. — Þ. V.
Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður um Hraunþúfu-
klaustur á Hofsafrétt í Skagafirði, eftir að dr. Selma Jónsdóttir, for-
stöðumaður Listasafns íslands, ritaði grein í Mbl. 12. f. m. undir
fyrirsögninni Hverjir byggbu Hraunþúfuklaustur? Þar ræðir hún
þá hugmynd, að klaustur grísk-kaþólskra Basilíusmunka kunni að
hafa verið í Hraunþúfuklaustri í Skagafirði á 11. öld, en áður hafa
ýmsir fræðimenn lýst þeirri skoðun sinni, að ekki sé ósennilegt, að
klaustur hafi fyrrum verið á þessum stað, t. d. Daniel Bruun í fylgi-
riti Árbókar Fornleifafélagsins 1898. Síðan hefur farið fram á
vegum Þjóðminjasafnsins rannsóknargröftur að Hraunþúfuklaustri.
Samkvæmt fregn í Tímanum 1. þ. m. leiddi sú athugun ekkert í
ljós, sem benti til, að þar hefði verið klaustur fyrrum, en hins vegar
fundust þar stæði langelds og allmiklar rústir undir öskulagi frá
Heklugosi 1104, sem báru því vitni, að þar hefði verið byggð fyrir
þann tíma.
Af þessu tilefni hafa ýmsir orðið til að spyrja undirritaðan um
örnefnið Hraunþúfuklaustur og klaustumöfn yfirleitt, og þykir mér
því rétt að greina stuttlega frá nokkrum atriðum, sem nöfn þessi
varða.
Þar er þá fyrst til að taka, að engar beinar sögulegar heimildir
eru til um klaustur þetta, og virðist kveikja hugmyndarinnar vera
örnefnið Hraunþúfuklaustur, sem getið er í Jarðabók Áma og Páls
1713, en ýmis munnmæli hafa spunnizt út frá örnefninu.
Nú er það svo, að ömefni geta vissulega verið og eru oft heim-
ildir um mannvirki, starfsemi eða annað það, sem í nafninu virðist
fólgið við fyrstu sýn, en hinu má þó ekki gleyma, að á slíkum ör-
nefnum geta verið fleiri hliðar. Þau geta t. d. verið líkingarnöfn.
Svo að tekið sé dæmi af alkunnum nafnaflokki, sem er náskyldur