Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 77
UM KLAUSTURNÖFN
81
Að því er klaustumöfnin varðar, virðist þeim fræðimönnum, sem
um Hraunþúfuklaustur hafa fjallað, ekki hafa verið kunnugt um, að
í Noregi er það þekkt fyrirbæri, að staður heiti Klaustr (Kloster,
Klostret), þó að engar heimildir séu til um, að klaustur hafi verið
á staðnum, og fræðimenn telji, að þar hafi aldrei klaustur verið.
f Norske Gaardnavne segir t. d. um bæjarnafnið Kloster í Leiknes-
héraði á Vestur-ögðum, í íslenzkri þýðingu: „Engin söguleg heimild
er til um, að klaustur hafi verið á þessum stað, en vegna nafnsins
hefur myndazt sögn um, að hér hafi átt að vera klaustur á mið-
öldum. Samkvæmt frásögn L. Daae lifir þó engin sögn um þetta
efni á vörum dalbúanna sjálfra. Lange hefur hugsað sér, að þar
á staðnum hafi a. m. k. verið „hospitium“ (gistiheimili, sæluhús),
en Daae hefur fært fram þau rök gegn því, að þess háttar stofnanir
hafi ekki heyrt undir klaustramenn, heldur aðra klerka. Nafnið
Klostret er einnig til á öðrum stað, Hevne, og „ClostericLt“ er nefnt
1668 sem sel frá kirkjustaðnum Andebu. „Á engum þessara staða
hefur getað verið um klaustur að ræða á kaþólskri tíð. Nafnið má
skýra með því, að eignin hafi eitt sinn verið klausturgóss; en það
gæti einnig verið runnið af því, að mönnum hafi þótt staðurinn af-
skekktur eða að þar hafi eitt sinn búið ómannblendinn einbúi ...“
(0. Rygh.)“ (NG IX, 292—293). Um enn fleiri bæi með klaustur-
nafni er þess getið í sama riti, að þar muni aldrei hafa klaustur verið,
t. d. bæinn Klaustr í Rakkestadhéraði á Austfold (NG I, 125.
Ef klausturnafn er eignarnafn, þ. e. dregið af því, að staðurinn,
sem nafnið ber, hafi verið klaustureign, er eðlilegast, að klaustur sé
í fyrra lið nafnsins, sbr. hér á landi bæjamafnið Klausturhólar í
Grímsnesi (eign Viðeyjarklausturs), Klausturtungur eða Klaustur-
skógur í Vatnshornshlíð í Skorradal (ítak Viðeyjarklausturs),
Klausturhöfn við Seyðisfjörð eystra (verstöð Skriðuklausturs) og
Klausturfjara austan við Skaftárós (eign Kirkjubæjarklausturs).
Hugsanlegt er þó, að örnefnið Klaustur eða -klaustur í seinna lið geti
verið dregið af klaustureign og þá t. d. orðið til við styttingu. Islenzkt
dæmi um slíka nafngift virðist vera örnefnið Klaustur í Kolbeinsvík
á Ströndum. I Gíslamáldögum frá 1570 og síðar segir, að kirkjan á
Kálfanesi í Steingrímsfirði eigi „reka allan á Klaustrum (leturbr.
mín) frá Kolbeinsvíkurá og til Kolbeinsvíkur“ (DI XV, 560). Þetta
ítak Kálfaneskirkju er ekki nefnt í máldaga hennar 1397 (Vilchins-
máldögum) (DI IV, 129), en í sömu máldagabók eru talin fjölmörg
rekaítök Helgafellsklausturs á Ströndum og þar á meðal „áttungur
6