Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 83
„TEIGSKIRKJU TILEINKUÐ" 87
Páll, f. um 1680 og Gunnlaugur, f. um 1686. Þeir bræður voru allir
settir til mennta, lærðu í Hólaskóla, fóru síðan til náms við Hafnar-
háskóla eins og faðir þeirra og urðu allir attestati í guðfræði. Hjalti
og Jón innrituðust við háskólann 2. nóvember 1698; kom Hjalti út
aftur 1699, en Jón árið 1700. Um vorið sama ár fékk Hjalti vonar-
bréf fyrir Saurbæ, og vígðist hann 1703 aðstoðarprestur föður síns.
Jón fékk vonarbréf fyrir Barði í Fljótum vorið 1701, en vígðist aldrei.
Yngri bræðurnir tveir, Páll og Gunnlaugur, voru skráðir í stúdenta-
tölu í Höfn 28. nóvember 1704 og komu báðir út 1705. Fékk Páll
vonarbréf fyrir Höskuldsstöðum vorið 1706, en hlaut ekki vígslu
fremur en Jón bróðir hans.
Hjalti og Jón kvæntust 11. október 1705 systrunum önnu og
Elínu, dætrum Björns sýslumanns Pálssonar að Espihóli (d. 1680).
Hafði Hjalti fengið konungsleyfi, útgefið í mars sama ár, til að
eiga önnu. Má af orðalagi leyfisins sjá, að Magnúsi á Espihóli, bróður
hennar, hafi lítt verið um ráðahag þennan gefið, þótt ástæðna sé
ekki getið. Frá giftingum þessum segir Ragnheiður Jónsdóttir,
biskupsekkja í Gröf, í bréfi til bróður síns, séra Sigurðar í Holti í
önundarfirði, 17. október 1705 :
„Næstliðinn 18. sunnudag eftir Trinittatis] voru haldin 2 brúðkaup
að Saurbæ í Eyjafirði, sem voru þeirra systra, önnu mtinnar] og
Elenar Björnsdætra, frændkvenna okkar. Sannast það á þeirra gift-
ing að margt fari öðruvísi en ætlað er, þar þeir bræður séra Hjalti og
Jón urðu þeirra brúðgumar. Og er þó varla að undra það, þar eð guð
mun víst fyrir þessu ráðið hafa. Séra Hjalti m[inn] er nú til kallsins
kominn eftir sinn sál. föður. En Jón bíður eftir Barðstað í Fljótum,
og munu þau Elín m[ín] og hann setjast að eignarjörð önnu mCinnar],
Æsustöðum. .. . Boðin var ég til þeirra brúðkaups í ákafasta máta,
en varð þó að neita vegna óveðuráttarinnar og ófærðar vegarins. Guð
gefi þeim verði að gæfu og góðum notum þessi ráðahagur."
Sumarið 1707 kom upp Stóra bóla í landinu. Létust úr henni um
haustið bræðurnir allir fjórir, eiginkonur Hjalta og Jóns og dóttir
Hjalta og önnu, Ragnheiður, er fæðst hafði þá um vorið. Svo segir
Guðmundur Gíslason í Melgerði um lát séra Hjalta: .. . „en á næsta
hausti ... sál[aðist] hann í Stóru bóluna & einnin hans egtakvinna
og þeirra unga dóttir. Þeirra líkamir eru grafnir við kórþilið í
Saurbæjarkirkjugarði.“1 Páll og Gunnlaugur dóu ókvæntir og barn-
lausir. Ein dóttir séra Jóns Hjaltasonar, Elín (f. um 1679), fyrri
kona séra Jóns Einarssonar á Skinnastöðum, lést einnig úr bólunni,
en tvær lifðu: Þórunn (f. um 1683), gift séra Þorgrími Jónssyni á