Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 89
PÖNG TIL BÚMARKAFKÆÐI 93 mörk, en þeim fjölgar mjög eftir því sem líður á 19. öldina. Upp til hópa eru þau upphafsstafir og nöfn fjáreiganda eða þá bæjarheiti, til mestra muna skammstöfuð. Fyrir bregður í þeim mörkum sem telja verður einkunn starfs (hamar, A. Skaft. 1939, S. Múl. 1890, hnakkur, Dal. 1879, akkeri, Dal. 1885, t. d. ). Að öðrum hornamerk- ingum mun hér síðar vikið. Glöggar heimildir eru til um það frá 18. og 19. öld að eyrnamörk búfjár voru þekkt undir heitinu búmark eða búmerki. 1 Atla sr. Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal (Hrappsey 1780, bls. 134) segir, þar sem rætt er um upptöku fjármarks: ,,Þú mátt gjöra þér hvört Búmark, sem þú vilt.“ „Tabla yfir allra bænda Fjármörk í Suður- Múlasýslu, ár 1826“ hefur að dálkafyrirsögn ýmist: „Hvörs eins Búmark“ eða „Hvörs eins Búmerki“. (Skjalasafn S. Múl. í Þjóðskjala- safni). í Þjóðólfi 1872, 16, segir: „gamalt búmark hans og erfða- mark.“ Ég hygg að orðið búmark eða búmerki um fjármark þekkist nú hvergi í mæltu máli. Ekki skal hér gert upp á milli þessara tveggja orðmynda, búmark og búmerki, en hin síðari kynni þó að vera til komin fyrir áhrif frá þýðingu Norsku Laga (útg. Hrappsey 1779), en þar ræðir um búmerki óskyld fjármörkum og hafa sama gildi og signet við skjalagerðir. Maður, sem dró föng í bú eða leitaSi sér fanga með skoti eða skutli kynni að fornu að hafa merkt skotið með fangamarki sínu. Orðið fangamark táknar nú aðeins upphafsstafi í nafni manns. Það var til skamms tíma alþekkt eignarmark manna og áður í bréfum ósjaldan ígildi fullrar undirskriftar. Engir skutlar munu varðveittir hér á landi frá miðöldum. Af heimildum frá 17. og 18. öld er að ráða að skutlar hafi þá til mestra muna verið markaðir fullum nöfnum skotmanna eða skutlara. Eg ætla að orðið fangamark hafi verið sömu merkingar á 19. öld og nú á dögum. Skilgreining Jóns Sigurðs- sonar á fangamarki, sem Sveinbjörn Rafnsson vitnar til í Árbók, sýnir að hann hefur vart þekkt aðra gerð búmarka til merkingar á lausum búshlutum frá samtíð sinni, en sjálft orðið fangamark hefur mun víðtækara gildi en búmark. Viðarmörkin fornu hafa víða hopað af hólmi á síðari árum, ýmist fallið alveg niður eða þá að einstaklingsbundnar merkingar hafa verið teknar upp í stað þeirra. Margir rekar á Suðurlandi nota þó enn hin gömlu mörk. Orðið viðarmark lifir í máli sumra Öræfabænda í Austur-Skaftafellssýslu. 1 stað þess er notað í Vestur-Skaftafells- sýslu ýmist fjörumark eða rekamark. Rangæingar nota yfirleitt um þetta orðið rekamark.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.