Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 89
PÖNG TIL BÚMARKAFKÆÐI
93
mörk, en þeim fjölgar mjög eftir því sem líður á 19. öldina. Upp til
hópa eru þau upphafsstafir og nöfn fjáreiganda eða þá bæjarheiti,
til mestra muna skammstöfuð. Fyrir bregður í þeim mörkum sem
telja verður einkunn starfs (hamar, A. Skaft. 1939, S. Múl. 1890,
hnakkur, Dal. 1879, akkeri, Dal. 1885, t. d. ). Að öðrum hornamerk-
ingum mun hér síðar vikið.
Glöggar heimildir eru til um það frá 18. og 19. öld að eyrnamörk
búfjár voru þekkt undir heitinu búmark eða búmerki. 1 Atla sr.
Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal (Hrappsey 1780, bls. 134) segir,
þar sem rætt er um upptöku fjármarks: ,,Þú mátt gjöra þér hvört
Búmark, sem þú vilt.“ „Tabla yfir allra bænda Fjármörk í Suður-
Múlasýslu, ár 1826“ hefur að dálkafyrirsögn ýmist: „Hvörs eins
Búmark“ eða „Hvörs eins Búmerki“. (Skjalasafn S. Múl. í Þjóðskjala-
safni). í Þjóðólfi 1872, 16, segir: „gamalt búmark hans og erfða-
mark.“ Ég hygg að orðið búmark eða búmerki um fjármark þekkist
nú hvergi í mæltu máli. Ekki skal hér gert upp á milli þessara tveggja
orðmynda, búmark og búmerki, en hin síðari kynni þó að vera til
komin fyrir áhrif frá þýðingu Norsku Laga (útg. Hrappsey 1779),
en þar ræðir um búmerki óskyld fjármörkum og hafa sama gildi og
signet við skjalagerðir.
Maður, sem dró föng í bú eða leitaSi sér fanga með skoti eða skutli
kynni að fornu að hafa merkt skotið með fangamarki sínu. Orðið
fangamark táknar nú aðeins upphafsstafi í nafni manns. Það var
til skamms tíma alþekkt eignarmark manna og áður í bréfum ósjaldan
ígildi fullrar undirskriftar. Engir skutlar munu varðveittir hér á
landi frá miðöldum. Af heimildum frá 17. og 18. öld er að ráða að
skutlar hafi þá til mestra muna verið markaðir fullum nöfnum
skotmanna eða skutlara. Eg ætla að orðið fangamark hafi verið
sömu merkingar á 19. öld og nú á dögum. Skilgreining Jóns Sigurðs-
sonar á fangamarki, sem Sveinbjörn Rafnsson vitnar til í Árbók,
sýnir að hann hefur vart þekkt aðra gerð búmarka til merkingar á
lausum búshlutum frá samtíð sinni, en sjálft orðið fangamark hefur
mun víðtækara gildi en búmark.
Viðarmörkin fornu hafa víða hopað af hólmi á síðari árum, ýmist
fallið alveg niður eða þá að einstaklingsbundnar merkingar hafa
verið teknar upp í stað þeirra. Margir rekar á Suðurlandi nota þó
enn hin gömlu mörk. Orðið viðarmark lifir í máli sumra Öræfabænda
í Austur-Skaftafellssýslu. 1 stað þess er notað í Vestur-Skaftafells-
sýslu ýmist fjörumark eða rekamark. Rangæingar nota yfirleitt um
þetta orðið rekamark.