Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 91
FÖNG TIL BÚMARKAFRÆÐI
95
Tveir snælduhalar (óheilir) fundnir á bæjarstæði Stóruborgar undir
Eyjafjöllum, báöir meö búmörkum. — Ljósm. Gísli Gestsson.
kemur í grein Sveinbjarnar Rafnssonar. Þekktast er þar innsiglasafn
Árna Magnússonar sem nú er öllum aðgengilegt í útgáfu Handrita-
stofnunar Islands, Sigilla Islandica II, (Rvk. 1967). Fræðimenn 19.
aldar hafa dregið saman umtalsverð söfn á sama sviði. Mörg forn
búmörk leynast enn hér og hvar. Ber þar eigi hvað síst að nefna bú-
mörk í hella- og klettaristum, en þó hefur þeim og nokkur gaumur
verið gefinn. Athuganir mínar í bæjarstæði Stóruborgar hinnar
fornu undir Eyjafjöllum gefa því undir fótinn að mörg búmörk leyn-
ist í bæjarrústum liðinna alda. Sjálft orðið búmark virðist að mestu
hverfa úr talmáli á 19. öld, enda eru flest búmörk 19. og 20. aldar með
öðrum blæ en hin gömlu búmörk.
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gerði athugun á mörgum
hellum og hellaristum í Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Árangur
þeirrar rannsóknar birtist í Árbók Fornleifafélagsins 1930—1931
(bls. 1—76). Matthías gerir greinarmun á því sem hann kallar bú-
merki og upphafsstafi í hellaristum. Má af því ráða þá skoðun hans
að búmerki sé þar rista eða tákn sem ekki sé hægt að ráða úr upp-
hafsstafi í nafni manns. Hitt mun þó sanni nær að margar merkingar
upphafsstafa í þessum hellaristum séu búmörk síðari tíma.
Sveinbjörn Rafnsson gerir þessa grein fyrir því sem hann kallar
„eiginleg búmerki", með tilvísun til rannsókna annarra manna:
„Hins vegar mun ýmist að þau séu bundnar rúnir eða hreinlega merki,
sem ekki er unnt að leysa upp í letur.“ Skilgreining Sveinbjarnar á
„búmerki“ er rétt miðað við þekktar heimildir um þau frá fyrri
öldum, en ekki er loku fyrir það skotið að fleiri gerðir búmarka hafi
þá komið til greina, og á ég þá sérstaklega við upphafsstafi manns
óháða rúnaletri, m. a. táknaða með rómverskum tölustöfum.
Sveinbjörn skrifar um „minnkandi notkun búmerkja og endan-
legt hvarf þeirra af sjónarsviðinu“ sem staðreynd. Þetta er til mikilla