Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 92
96 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS muna rétt ef miðað er við svokölluð „eiginleg búmerki“. Hafa verður þó fyrir satt, að íslenskir bændur notuðu víðast hvar búmörk í meiri eða minni mæli fram til þessarar aldar, er nýir þjóðhættir útrýmdu þeim að mestu. Þessi búmörk má t. d. sjá á fjölmörgum reipahögld- um og klyfberum í eigu safna og einstaklinga hér á landi, svo og ýmsum búshlutum öðrum. Merkingar þessar eru flestar upphafs- stafir eigenda, brennimerktir eða skornir, og þá oft táknaðir með rómverskum eða arabiskum tölustöfum, og er rétt að gera nánari grein fyrir því. Hef ég þar mörg nærtæk dæmi. Guðmundur Brynj- ólfsson bóndi á Keldum á Rangárvöllum (1794—1883) merkti ýmsa búshluti sína með tölunum VII II, og voru þær tákn þess að upp- hafsstafir eigandans væru 7. og 2. bókstafur í stafrófi. Á axarslíður Einars Einarssonar á Strönd í Meðallandi (1834—1902) er letrað V. V. eftir sömu reglu, en maður, sem ekki væri hnútum kunnugur, myndi ætla að eigandinn hefði heitið Vigfús Vigfússon eða eitthvað í þá átt. Á byrðarnál úr búi Guðna Einarssonar í Gerðum í Vestur- Landeyjum er letrað VII. Gissur Jónsson hreppstjóri í Drangshlíð undir Eyjafjöllum merkti ýmsa búshluti sína með VII. Sömu merk- ingu notaði hann á smáreka á Drangshlíðarfjöru er hann átti þar rekadag. Sonur hans, Björn, notar enn í dag sömu merkingu á smá- rekann. Jón Sveinbjarnarson bóndi á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum (1849— 1928) notaði töluna X (=J) sem búmark. Sama búmark notaði sonur hans, Sveinbjörn bóndi á Ystaskála. Merkingar eftir þessari reglu voru notaðar áður í ýmsum lands- hlutum. Hef ég m. a. um það vitni úr Suður-Þingeyjarsýslu og af Vestfjörðum. Eg hef fyrir mér mjög gamalt vitni um þessa eignar- merkingu, þráðarlegg fundinn í bæjarrúst í fjörunni fyrir landi Stóruborgar undir Eyjafjöllum. Er sú rúst nú með öllu eydd af brimróti. Hef ég út frá ýmsum líkum áætlað aldur hennar frá 16. öld. Þráðarleggurinn, sem ég fann þarna, er merktur tölunni XI og má vel vera eignarmark fremur en búmark. Sambærilegar merkingar eru á iþráðarleggjum sem ég hef fundið í rústum Stóruborgar. Kút- botn og tvö snælduhalabrot, sem ég hef fundið í sömu rústum, bera aftur á móti þann svip búmarka sem þekktur er frá innsiglasafni Árna Magnússonar. Ekki man ég fyrr eftir mér í Vallnatúni undir Eyjafjöllum en orðið búmark var þar hluti af orðaforða heimilisins. Gömul kona, Arnlaug Tómasdóttir (1860—1944), sem ég ólst upp með, átti skraut- málaðan kassa frá 1779 úr eigu langömmu sinnar, Þuríðar Sighvats- dóttur á Ystaskála (1754—1839). Á lokinu var loftskorið fanga-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.