Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 96

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 96
100 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS marks síns, E. N. Einar flutti síðar að Búðarhóli í Landeyjum, en í markaskrá 1912 tilfærir Þorvaldur Símonarson á Krossi krossmark sem brennimark sitt með fang'amarki. Kló er viðarmark á Kotafjöru í Vestur-Landeyjum, fyrir landi Skipag-erðis, Ystakots, Miðkots og Arnarhóls. Eigandi fjörunnar er nú frú Margrét Albertsdóttir í Teigi í Fljótshlíð. Hún kallar markið að sönnu fuglsfit, en þó er enginn leggur upp af því. Langafi Mar- grétar, Snorri Grímsson í Skipagerði (1809—1902), notaði markið sem viðarmark og búmark. Salvör dóttir hans giftist Tómasi Jóns- syni á Arnarhóli. Salvör dóttir þeirra giftist Albert Eyvindssyni frá Akurey. Bjuggu þau í Skipagerði og síðar í Teigi. Dóttir þeirra er Margrét í Teigi. 1 eigu þessa fólks voru margir hlutir markaðir bú- marki Snorra í Skipagerði, enda við haldið af Tómasi á Arnarhóli og Salvöru konu hans. Má þar til nefna leirtau ýmiskonar. 1 byggða- safninu í Skógum er rennd kornskál úr tré úr búi Tómasar eldra á Arnarhóli. Neðan á botni hennar er kló. Margrét í Teigi varðveitir þráðarlegg Salvarar Snorradóttir, og mun að vísu eldri. Á hann er mörkuð kló. Tómas Jónsson yngri á Arnarhóli (d. 1945, 98 ára) notaði leigu- liðamark sitt á Kotafjöru sem búmark. Er það kló að viðbættri skoru sem gengur upp og niður aftur við hana. Þetta mark er á botninum á brennivínskúti Tómasar í byggðasafninu í Skógum. 1 búi Guðlaugs Gunnarssonar í Svínafelli í Öræfum sá ég gifta hornhögld markaða kló, við komu mína þanngað 1975. Högldin var úr búi Runólfs Jónssonar í Svínafelli, en Jón faðir hans hafði notað markið og tekið að erfð frá Sigurði föður sínum. Ragnar Stefánsson bóndi í Skaftafelli nefnir búmark áhaldamark. Ragnar segir að allir hlutir, sem fóru út af heimili, hafi verið mark- aðir með því. Venjan var að marka leirtau heimilisins, þegar það kom nýtt úr kaupstaðnum. Áhaldamark Skaftafells á fyrri tíma var viðar- mark jarðarinnar, XI. Skaftafellsbýlin voru þrjú lengst af á 19. öld og framan af þessari öld. Býlin hétu Bölti, Sel og Hæðir. Gamla áhaldamarkið lagðist til Bölta við skiptingu jarðarinnar. Bjarni sonur hagleiksmannsins þjóðkunna, Jóns Einarssonar, bjó í Skaftafelli um aldamótin 1800. Var þá farið að þrengja að búsetu á gamla bæjarstæðinu sökum ágangs Skeiðarár. Sonur og tengdasonur Bjarna, Jón Bjarnason og Brynjólfur Þorsteinsson, reistu býlin Sel og Hæðir um 1830. Guðný Þorsteinsdóttir, ekkja Bjarna Jónssonar, bjó þá enn í gamla Skaftafelli. Þorsteinn sonur hennar byggði svo upp bæinn í Bölta, og því hélt hann gamla áhaldamarkinu. Áhaldamark
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.