Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
marks síns, E. N. Einar flutti síðar að Búðarhóli í Landeyjum, en
í markaskrá 1912 tilfærir Þorvaldur Símonarson á Krossi krossmark
sem brennimark sitt með fang'amarki.
Kló er viðarmark á Kotafjöru í Vestur-Landeyjum, fyrir landi
Skipag-erðis, Ystakots, Miðkots og Arnarhóls. Eigandi fjörunnar er
nú frú Margrét Albertsdóttir í Teigi í Fljótshlíð. Hún kallar markið
að sönnu fuglsfit, en þó er enginn leggur upp af því. Langafi Mar-
grétar, Snorri Grímsson í Skipagerði (1809—1902), notaði markið
sem viðarmark og búmark. Salvör dóttir hans giftist Tómasi Jóns-
syni á Arnarhóli. Salvör dóttir þeirra giftist Albert Eyvindssyni frá
Akurey. Bjuggu þau í Skipagerði og síðar í Teigi. Dóttir þeirra er
Margrét í Teigi. 1 eigu þessa fólks voru margir hlutir markaðir bú-
marki Snorra í Skipagerði, enda við haldið af Tómasi á Arnarhóli
og Salvöru konu hans. Má þar til nefna leirtau ýmiskonar. 1 byggða-
safninu í Skógum er rennd kornskál úr tré úr búi Tómasar eldra á
Arnarhóli. Neðan á botni hennar er kló. Margrét í Teigi varðveitir
þráðarlegg Salvarar Snorradóttir, og mun að vísu eldri. Á hann er
mörkuð kló.
Tómas Jónsson yngri á Arnarhóli (d. 1945, 98 ára) notaði leigu-
liðamark sitt á Kotafjöru sem búmark. Er það kló að viðbættri
skoru sem gengur upp og niður aftur við hana. Þetta mark er á
botninum á brennivínskúti Tómasar í byggðasafninu í Skógum.
1 búi Guðlaugs Gunnarssonar í Svínafelli í Öræfum sá ég gifta
hornhögld markaða kló, við komu mína þanngað 1975. Högldin var
úr búi Runólfs Jónssonar í Svínafelli, en Jón faðir hans hafði notað
markið og tekið að erfð frá Sigurði föður sínum.
Ragnar Stefánsson bóndi í Skaftafelli nefnir búmark áhaldamark.
Ragnar segir að allir hlutir, sem fóru út af heimili, hafi verið mark-
aðir með því. Venjan var að marka leirtau heimilisins, þegar það kom
nýtt úr kaupstaðnum. Áhaldamark Skaftafells á fyrri tíma var viðar-
mark jarðarinnar, XI. Skaftafellsbýlin voru þrjú lengst af á 19.
öld og framan af þessari öld. Býlin hétu Bölti, Sel og Hæðir. Gamla
áhaldamarkið lagðist til Bölta við skiptingu jarðarinnar. Bjarni
sonur hagleiksmannsins þjóðkunna, Jóns Einarssonar, bjó í Skaftafelli
um aldamótin 1800. Var þá farið að þrengja að búsetu á gamla
bæjarstæðinu sökum ágangs Skeiðarár. Sonur og tengdasonur Bjarna,
Jón Bjarnason og Brynjólfur Þorsteinsson, reistu býlin Sel og Hæðir
um 1830. Guðný Þorsteinsdóttir, ekkja Bjarna Jónssonar, bjó þá
enn í gamla Skaftafelli. Þorsteinn sonur hennar byggði svo upp
bæinn í Bölta, og því hélt hann gamla áhaldamarkinu. Áhaldamark