Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 99

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 99
BLÁSTURSJÁRN FRÁ MYNESI Þórarinn Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri á Eiðum hefur skrifað merkilega og mjög fróðlega grein um járngerð íslendinga fyrr á tímum og áhrif hennar á skógana í landinu. „Þjóðin lifði en skógurinn dó“, heitir greinin og birtist í Ársriti Skógræktarfélags Islands 1974. Hún vekur til umhugsunar um hina fornu iðju sem eitt sinn var eins sjálfsögð á hverjum bæ og hver önnur störf bóndans á ársins hring, þótt einhverjum kunni að koma slíkt ókunnuglega fyrir sjónir, svo fjarlægt sem það er orðið nútímamönnum. Þór- arinn segir að Einar bóndi Jónsson í Kollsvík á Rauðasandi hafi unnið járn úr mýrarrauða á fyrri hluta 19. aldar. Vel má það vera, en hitt er þó augljóst að rauðablástur hefur lagst af miklu fyrr hjá öllum þorra manna og líkast til á 15. og 16. öld. Einn og einn maður hefur þraukað eitthvað við þessa fornu iðju, kannski fram á 17. öld, en sannleikurinn er sá að haldgóðar heimildir brestur um alla nákvæmni í þessu efni. Hitt er aftur á móti víst að fornmenn og miðaldamenn hafa verið ódeigir við rauðablásturinn, og um það eru fornleifafundir ólygið vitni. Heita má nokkuð óbrigðult að hvar sem jörð er særð, þar sem menn hafa búið, komi í ljós einhverjar minjar um rauðablástur, gjall, rauði, jafnvel blástursjárn. Slíkum fundum er nú haldið til haga í Þjóðminjasafninu eins og sjálf- sagt er. Einar Björnsson bóndi í Mýnesi í Eiðahreppi í Suðurmúlasýslu færði mér í Þjóðminjasafnið merkilegan grip hinn 29. apríl 1965. Aftur kom hann til mín í maí 1974 og sagði mér nánar frá fundar- atvikum. Gripurinn er íslenskt blástursjárn, eins og það kom úr rauðablæstrinum, eitt af fáum slíkum stykkjum sem fundist hafa hér á landi. Einari segist svo frá að hús hafi verið byggt í Mýnesi 1906, og var það áður en fjölskylda hans fluttist að Mýnesi en það var ekki fyrr en 1921. Húsið var byggt um 5 m vestur frá gamla bænum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.