Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 105

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 105
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI 109 Svo vill til að dagbækur Kálunds frá ferðalögum hans á íslandi, þegar liann var að safna efni í bók sína, eru hér í Landsbókasafni, þangað komnar úr búi Sigfúsar Blöndals. 1 Lbs. 3749 8vo er dagbók hans frá þeim dögum þegar hann fer um Svarfaðardal. Hann er hjá séra Páli á Völlum 4. sept. 1874 og getur hans að góðu í dagbókinni. Út á spássíu hefur hann skrifað sér til minnis: „M. h. t. örnefni í Svarfdæla saga mxrk: optegnelser fra en bonde i Svfd., nu hos síra Páll á Völlum, der tænker pá at udarbejde en sóknarlýsing“. Eftir þessu er það ekki alveg rétt sem í riti Kálunds stendur, að séra Páll hafi átt handritið, heldur hefur hann haft það að láni („nu hos síra Páll“) frá bónda nokkrum í dalnum, og sagt hefur hann Kálund að hann hygðist gera sóknarlýsingu og þá ætlað að nota handritið við það verk og væntanlega skila því síðan eigandanum. Sóknarlýsinguna hefur hann að því er best er vitað ekki samið, enda fór að styttast í dvöl hans á Völlum, fluttist til Viðvíkur 1878. En handritinu liefur hann skilað, því að ekki leikur á tveim tungum að það er einmitt þetta rit Þorsteins Þorsteinssonar, sem hér birtist, sama handritið, því að ekkert bendir til að fleiri uppskriftir séu til af því. Allt sem Kálund tilfærir eftir þessu riti, sem hann gerir svo dularfullt og nafnlaust af því að honum hefur ekki þótt neinu máli skipta hvaða bóndakarl úr dalnum hafði skrifað það, kemur prýðisvel heim við þetta rit Þorsteins. Hér er þá fram komið áður óþekkt heimildarrit sem Kálund hefur notað. 1 sjálfu sér eru það nokkur tíðindi. Þegar þar við bætist að ritið er skrifað fyrir meira en öld af glöggum og staðkunnugum manni, sem spurt gat marga sem enn lengra mundu aftur en hann, og í riti hans er ýmis fróðleikur sem ekki er annars staðar að finna, virðist ekki nema sanngjarnt og þarflegt að það birtist nú loks á prenti í riti sem höfundurinn kann að hafa ætlað það þegar hann sendi Sigurði Vigfússyni handritið. Einstakar miður vel heppnaðar skýringar og sjálfsagðir hlutir varpa engum skugga á þann haldgóða staðfræðilega fróð- leik sem í ritgerðinni er. Upphaflega hefur Þ. Þ. ætlað að binda sig við Svarfdælu og Valla-Ljótssögu í ritgerð sinni. Skýringar við þessar tvær sögur hefur hann fært inn í dálítið heft kver, 14,6X11,5 sm að stærð, alls 72 blöð, þar af þau 18 öftustu óskrifuð. Seinna hefur honum svo dottið í hug að bæta við kafla um svarfdælsk örnefni í Bollaþætti Laxdælu og skrifað um það efni á þrjú blá blöð, líklega uppkast sem hann hefur ætlað að hreinrita í kverið en aldrei komið í verk, heldur lagt þau innan í það eins og þau voru. Ef til vill hefur hann séð að ekki var mikilsvert það sem hann hafði þarna fram að færa. En á þessa lund er nú handrit hans á sig komið. Þegar Þ. Þ. samdi ritgerð sína var aðeins til ein útgáfa af bæði Svarfdælasögu og Valla-Ljótssögu, nefnilega í Islendinga sögum II, Kaupmannahöfn 1830, sem Þorgeir Guðmundsson og Þorsteinn Helgason sáu um. Það er því öldungis víst að á þessari útgáfu frá 1830 byggir Þ. Þ. ritgerð sína og ýmis ófullkom- leiki útgáfunnar speglast í ritgerðinni, þótt hann hins vegar sökum staðþekk- ingar sinnar hafi séð gegnum sumar villurnar. Laxdælasögu með Bollaþætti er varla ætlandi að Þ. Þ. hafi fengið í hendur Prentaða fyrr en 1867, er hún kom út á Akureyri. Áður var aðeins til Kaup- mannahafnarútgáfan frá 1826, sjá Isl. fornrit V, bls. LXXXI. Ef þetta er rétt eru skýringar Þ. Þ. við Bollaþátt ekki skrifaðar fyrr en í fyrsta lagi nokknim árum eftir að hann lauk við skýringarnar við Svarfdælu og Valla-Ljótssögu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.