Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 111
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI 115 fært framan af Tungunum á ís, en sett á ána um vorið, þegar ísa leysti af ánni og fært svo til sjóar. Getur það vel staðist svo framar- lega sem að það skip hafi nokkurn tíma verið byggt, sem örnefnin vilja sýna, sem flest eru til enn. En öllu trúlegra er, að það skip hafi ekki haffært verið sem byggt var svo langt frá sjó. Það er sama mýri sem Karl rauði hrakti Skíða á og hann hlaut skarð í vör sína, sem seint fylltist fyrir það að hann vildi ekki segja til Ásgeirssona. 13. Hof: Bærinn Hof, bústaður Ljótólfs goða, austanverðu í Svarf- aðardal í miðri sveit beint á móti Grund, bústað Þorsteins svörfuðs. Enn sést mót fyrir hofinu og garði í kringum það, og önnur girð- ingamót sjást í hálfhring nokkuð út frá hofgarðinum, sem mætti geta til að verið hefði dómhringur. Hofið stendur fyrir norðan bæinn á Hofi á hæð rétt austan til við götuna heim að bænum. Hof- tóftin er á lengd, eftir því sem næst verður komist, austur og vest- ur . .. ., en á breidd .... en hofgarðurinn í þvermál . .. ., sem alveg er í hring eins og kirkjugarðar nú eru.12 Mörg örnefni eru kennd við hofið eður Hof: Hofsdalur sem er suður og upp frá bænum og Hofsá, sem kemur ofan af dalnum og rennur skammt fyrir sunnan túnið á Hofi, og er mikið klettagil að ánni, þar sem að hún rennur ofan úr dalnum — á grundinni fyrir sunnan ána var haldin þjóð- hátíð Svarfdæla 1874; ofan úr gilinu komu álfarnir13 — og afar hár foss og tignarlegur, sem almennt er og hefur verið kallaður Goöafoss, helgaður goðunum; hvinar mjög í honum undan veðra- skiptum.14 Hofmannaflötur heitir sléttur og fagur flötur hátt upp í fjalli, langt fyrir utan og ofan Hof. Ekki vita menn fyrir víst af hvörju hann ber það nafn, en munnmæli eru, að í fornöld hafi Hofs- menn haft þar glímur og leiki. Blótbaö heitir fen eður díki sem er í mýrinni fyrir neðan túnið á Hofi og hefur það líklega verið mikið 12 Hér hefur Þ. Þ. ætlað að bæta við málum síðar, en ekki orðið úr. Hofið svonefnda er nú friðlýstar fornminjar. Það er nú kallað Goðatóft. Þ. Þ. virðist ekki þekkja það nafn, þótt K&lund hins vegar virðist hafa heyrt það (II, bls. 99). Gísli Jónsson segir í örnefnaskrá sinni: „Áður en túnið var sléttað mótaði fyrir garði sem lá frá Goðatóftinni suður og niður túnið að svonefndu Baði, kaldavermslislind við svonefndan Baðhól í túnjaðrinum, sem sjaldan eða aldrei frýs“. 13 Þessi athugasemd um þjóðhátíð Svarfdæla 1874 er viðbót, skrifuð á spássíu. Þ. Þ. var búinn að skrifa handrit sitt alllöngu fyrir 1874, sbr. inngangsorð. — Um þjóðhátíðina sjá Brynleifur Tobíasson, Þjóðhátíðin 1874, Reykjavík 1958, bls. 157 o. áfr. 14 1 hdr. er með vissu skrifað kvinar, því að Þ. Þ. gerir í skrift sinni skýran mun á i og í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.