Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 111
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
115
fært framan af Tungunum á ís, en sett á ána um vorið, þegar ísa
leysti af ánni og fært svo til sjóar. Getur það vel staðist svo framar-
lega sem að það skip hafi nokkurn tíma verið byggt, sem örnefnin
vilja sýna, sem flest eru til enn. En öllu trúlegra er, að það skip
hafi ekki haffært verið sem byggt var svo langt frá sjó. Það er sama
mýri sem Karl rauði hrakti Skíða á og hann hlaut skarð í vör sína,
sem seint fylltist fyrir það að hann vildi ekki segja til Ásgeirssona.
13. Hof: Bærinn Hof, bústaður Ljótólfs goða, austanverðu í Svarf-
aðardal í miðri sveit beint á móti Grund, bústað Þorsteins svörfuðs.
Enn sést mót fyrir hofinu og garði í kringum það, og önnur girð-
ingamót sjást í hálfhring nokkuð út frá hofgarðinum, sem mætti
geta til að verið hefði dómhringur. Hofið stendur fyrir norðan
bæinn á Hofi á hæð rétt austan til við götuna heim að bænum. Hof-
tóftin er á lengd, eftir því sem næst verður komist, austur og vest-
ur . .. ., en á breidd .... en hofgarðurinn í þvermál . .. ., sem alveg
er í hring eins og kirkjugarðar nú eru.12 Mörg örnefni eru kennd
við hofið eður Hof: Hofsdalur sem er suður og upp frá bænum og
Hofsá, sem kemur ofan af dalnum og rennur skammt fyrir sunnan
túnið á Hofi, og er mikið klettagil að ánni, þar sem að hún rennur
ofan úr dalnum — á grundinni fyrir sunnan ána var haldin þjóð-
hátíð Svarfdæla 1874; ofan úr gilinu komu álfarnir13 — og afar
hár foss og tignarlegur, sem almennt er og hefur verið kallaður
Goöafoss, helgaður goðunum; hvinar mjög í honum undan veðra-
skiptum.14 Hofmannaflötur heitir sléttur og fagur flötur hátt upp
í fjalli, langt fyrir utan og ofan Hof. Ekki vita menn fyrir víst af
hvörju hann ber það nafn, en munnmæli eru, að í fornöld hafi Hofs-
menn haft þar glímur og leiki. Blótbaö heitir fen eður díki sem er
í mýrinni fyrir neðan túnið á Hofi og hefur það líklega verið mikið
12 Hér hefur Þ. Þ. ætlað að bæta við málum síðar, en ekki orðið úr. Hofið
svonefnda er nú friðlýstar fornminjar. Það er nú kallað Goðatóft. Þ. Þ.
virðist ekki þekkja það nafn, þótt K&lund hins vegar virðist hafa heyrt
það (II, bls. 99). Gísli Jónsson segir í örnefnaskrá sinni: „Áður en túnið
var sléttað mótaði fyrir garði sem lá frá Goðatóftinni suður og niður túnið
að svonefndu Baði, kaldavermslislind við svonefndan Baðhól í túnjaðrinum,
sem sjaldan eða aldrei frýs“.
13 Þessi athugasemd um þjóðhátíð Svarfdæla 1874 er viðbót, skrifuð á spássíu.
Þ. Þ. var búinn að skrifa handrit sitt alllöngu fyrir 1874, sbr. inngangsorð. —
Um þjóðhátíðina sjá Brynleifur Tobíasson, Þjóðhátíðin 1874, Reykjavík
1958, bls. 157 o. áfr.
14 1 hdr. er með vissu skrifað kvinar, því að Þ. Þ. gerir í skrift sinni skýran
mun á i og í.