Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Blaðsíða 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
gáta þeirra líkleg, að Höskuldsstaðir hafi staðið nálægt Grund og
Blaðsgerði verið þingstaðurinn, sem vísað er til í sögunni, en bæjar-
nafnið breyst síðar og svo liðið úr minni, því auðséð er af sögunum
og öðrum örnefnum, að Svarfdælir hafa haft þing og goðorð og
miðlað málum sínum sjálfir að því leyti sem þau voru ekki viðriðin
utanhéraðsmenn, og hvergi er getið um, að innanhéraðsmál hafi
komið til alþingis eður annarra nafnkenndra vorþinga í næstu
sveitum. Eins má geta til, að Höskuldsstaðir hafi verið nálægt Völl-
um, því Lögrétta heitir þar enn hólmi eður tunga lítil á milli tveggja
lækjargilja í túninu á Völlum rétt út og upp frá kirkjunni og stór
grasgróin tóft í miðri tungunni hér um bil á lengd .... breidd .... 22
Eins sýnist Þingavaö benda til þess, sem getið er í 25. kapítula sög-
unnar og auðráðið er, að skammt hefur verið frá Völlum, eður milli
Hofs og Valla.23 Þó það geti verið eður átt eins vel heima við að
þingin hafi verið á Grund og verið riðið á því vaði austan yfir ána,
má líka vel vera, að þing hafi ekki verið á Völlum fyrri en að Ljótur
bjó þar og var orðinn höfðingi yfir dalnum. En víst er, að á þessum
bæjum báðum, Grund og Völlum, hafa þing verið sem enn má sjá
merki til og örnefnin sýna, og er því merkilegra að þar eru enn
þingstaðir Svarfdæla (sjá 9. örnefni hér að framan). Hljóta því
Höskuldsstaðir að hafa verið til í Svarfaðardal, þó nafnið sé nú
tapað.
22. Melar: Fyi'sti eður fyrri bústaður Klaufa. Þessi bær ber sama
nafn enn og stendur fram af Tungunum að vestan — austan til við
Svarfaðardalsá — í landnámi Ljótólfs. Bærinn hefur fengið nafn
af tveimum melum, sem standa fyrir sunnan túnið.
23. Lögréttir í Tungunni (Tungunum) (samanber 8. örnefni
framan). Enn sést mót fyrir réttinni austur við Skíðadalsá rétt á
veginum fram í Skíðadal, í hvammi djúpum fram við Dælishóla
og er hvammurinn kallaður Kaupstaðshvammur.2 4 Hefur áin brotið
22 „Lögréttan" á Völlum er nú friðlýstar fornminjar.
23 Þingavað er glatað nafn, en vaðið mun vera það sem nú kallast Torfhólavað
milli Hofs og Grafar, víst einnig kallað Grafarvað, Kálund II, bls. 97.
2-t Nokkur ruglingur ríkir um þetta örnefni. Kaupstaðshvammur hjá Þ. Þ. er
langelsta heimildin um það. En Margeir Jónsson segir í örnefnaskrá, sem
hann skrifaði eftir frásögn Sigurðar Þorvaldssonar frá Tungufelli í des.
1935: „Kaupskapshvammur heitir stór og skeifumyndaður grasivaxinn
hvammur við Skíðadalsá, spottakorn fyrir ofan Tungusporðinn. Mælt er að
þar hafi verið verslunarstaður til forna, og einnig er í almæli að þangað
upp hafi Svarfaðardalsá verið hafskipum fær í fornöld; þá átti skógur að