Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 125
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI
129
sjáist fyrri en menn koma á Lágarbarminn, helst að utan og ofan,
sem var einmitt leið Karls og Gunnars til skipsins, og gátu þeir
hvergi farið svo, að þeir Ljótólfur yrðu ekki varir við þá, því vegur
þeirra krókalaust varð að liggja yfir Lágina, þegar þeir fóru austur
að skipinu, sem í sögunni segir að hafi staðið við Svarfaðardalsárós,
samanber 21. kapítula Svarfdælu. Lágin er kippkorn suður og ofan
frá Upsum. Ber þetta ágætavel saman við söguna.
53. Hyltinganaust: Þar sem Karl rauði féll. Nafnið er til enn og
sögnin um, hvar þau hafa verið, og sést enn lítill partur af tóft eður
nausti sunnarlega á Brimnesinu á sjóarbakkanum skammt fyrir
sunnan Brimnesá. Er nú auðsjáanlega brotið af sjávargangi framan
af nesinu og af bakkanum, þar sem naustin hafa staðið, og eru þar
nú útgrynningar og brimasamt. Eru nú skipsuppsátur nokkuð sunnar
í dældinni, sem áður er getið. Enn sést fyrir steinalögum framan í
bakkanum, þar sem Hyltinganaustin hafa verið, og er það sjáanlegt
að þar hafa verið mannaverk á, en árlega er það nú að brjóta, svo
að nokkrum árum [liðnum] mun þar ekki sjást merki til. Nafnið
Hyltinga- er líklega dregið af Holti, og hafa Holtsmenn haft þar
skipsuppsátur á fyrri tíð. Naustin eru spölkorn út og fram frá dæld-
inni, sem þeir börðust í, hér um bil hundrað faðma tólfræð, og mætti
geta til, að Karl hafi látið hrekjast undan viljandi til naustanna, svo
hann fengi hjálp, því naustin eru á hæð, og er hægt að sjá þangað
frá Upsum og næstu bæjum, ef þá hafa verið byggðir.
54. Karlsá: Svo heitir þverá út á Ströndinni og dalurinn, sem
áin rennur úr, Karlsárdalur. Bær stendur líka fyrir utan ána sem
heitir að Karlsá. Ekki vita menn fyrir vissu hvar Karl og fylgjarar
hans hafa verið lagðir í haug, en munnmæli hafa verið gömul að
þeir hafi verið heygðir í melhöfða þann, sem er á sjávarbakkanum
spölkorn fyrir utan ána og Bygghóll er kallaður.42 Það er afarhár
hóll, hruninn og brotinn framan af sjávargangi en blásinn af veðri
sunnan, en grastó stór á honum ofan, og er auðséð að hann hefur fyrr-
meir verið grasi vaxinn, og hefi ég heyrt að þá hafi sést þar girð-
ingarmót sunnan og vestan til á hólnum. Annar hóll er þar sunnar
og ofar skammt frá, sem Rauöshóll eður Rauðhóll er nefndur, og er
42 Erfitt er að greina livort er Bygghóll eða Biklióll (sbr. Súlur I, 1971, bls. 85),
en síðarnefndi rithátturinn er notaður í örnefnaskrá Karlsár. Rauöhóll eða
Rauðshóll er þar ekki nefndur, og hefur fallið niður á skránni eða týnst síðan
á dögum Þ. Þ. — Um málróf Svarfdælu til að koma nafni Karls rauða í þolan-
legt samband við Karlsá, þótt hann ætti heima á Upsum, sjá Árhók 1941—42,
bls. 32—33.
9