Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Qupperneq 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
62. Vellir: Þar bjó Valla-Ljótur, höfðingi Svarfdæla á sinni tíð.
I Svarfdælu er Ljótur kallaður Ljótólfsson, en í flestum handritum
af Valla-Ljóts sögu er hann kallaður son Bersa goða eður Álfsson
(sjá Valla-Ljóts sögu bls. 204, neðanmálsgrein). Má því geta þess til
að Bersi goði hafi verið Ljótólfsson frá Hofi, en Valla-Ljótur son
Bersa og Þorgrímur á Upsum, því ekki getur staðist að Ljótur á
Völlum hafi verið son þess manns, sem lifði samtíða landnámsmönn-
um, sem var Ljótólfur, því eftir mörgum sögum má ráða, að Valla-
Ljótur hefur lifað nokkuð lengi eftir það að kristni kom til landsins
(Sbr. Safn til sögu Islands, bls. 390). Vellir í Svarfaðardal, þar sem
Ljótur bjó, eru austanverðu í dalnum, skammt fyrir utan Hof, og
sýnist svo sem þegar þeir frændur fjölguðu hafi þeir farið að byggja
út frá Hofi, bæði út og suður, og er það eitt með öðru sem sannar
það að Ljótur hefur verið sonarsonur eður þá dóttursonur Ljótólfs
en ekki sonur hans, því hefði hann verið sonur hans, hefði hann lík-
lega búið á Hofi eftir föður sinn, þar hann tók mannaforræði eftir
hann í dalnum.
62. Hraf nsstaðir: Nú almennt kallaður Hrappsstaðir (líklega fyrir
latmæli). Það er næstur bær fyrir sunnan Böggvestaði og syðstur
bær í Upsasókn.
63. Ingarastöðum, Ingvarsstöðum, Ingvöldarstöðum: Þessi bæjar-
nöfn eru ekki til í Svarfaðardal. En Ingveldarstaðir eru til í Skaga-
firði. En í Svarfaðardal í Tjarnarsókn er bær, sem heitir að Ingvör-
um, og má vel vera að bæjarnafnið sé orðið nú afbakað við það sem
það var. En gömul munnmæli eru að bæjarnafnið Ingvarir sé dregið
af Ingólfi, sem Ingólfshöfði eður -haugur er við kenndur, og átti
hann að leggja skipið þar í Svarfaðardalsá út og niður frá bænum,
á meðan á hauggerðinni stóð, og fengi bærinn svo nafn af því.
64. Ingólfshaugur eður -höfði46 stendur út og yfir frá Ingvörum
að austanverðu við Svarfaðardalsá á sléttum bökkum, sem Sökku-
bakkar heita, sem bera það nafn af bænum Sökku, en bærinn nafn
af mýrarflóa, sem liggur fyrir ofan bakkana út og suður með brekk-
unum út og ofan frá bænum Sökku og er kölluð Sakka. Haugurinn
stendur skammt frá ánni og er engin hæð eður hóll þar nokkurs
staðar nálægt á bökkunum. Hann er grasi vaxinn allur sunnan, en
holt allur að norðan og vestan. Hann er hár mjög, hér á að giska
40 Hvorki er getið um IngólfsJiöföa né Ingólfsnaust í Svarfdælu eða öðrum
fornritum, en Þ. Þ. hefur talið þetta forn örnefni og svo merkileg að hann
hefur ekki viljað ganga þegjandi fram hjá þeim.