Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Side 129
SKÝRINGAR YFIR ÖRNEFNI 133 5 faðma, á lengd um 30 faðma, og snýr eftir sveitinni norður og suður. Á breidd er hann, þar sem hann er breiðastur, hér um bil 16 faðmar. Lægð er ofan í hann sunnarlega, sem er annaðhvört af því að þar hefur verið grafið í hann eður að haugurinn hefur sigið, þegar viðir hans hafa fúnað. Auðséð er að grafið hefur verið nokkr- um sinnum austan í hauginn, því það sést mót fyrir gryfiunum, og síðast var grafið í hann fyrir hér um 30 árum af nokkrum sjó- mönnum um sumarið fyrir slátt, þegar ógæftir gengu. Þeir grófu einn dag, en þá komu sjógæftir aftur, svo þeir hættu við, og varð ekki meira af því. Undir grasrótinni er sandur og smámöl, svo illt er að grafa í hann, því hrynja vill aftur í gröftinn. Munnmæli segja, og eru þau mjög gömul (en engin saga getur þessa Ingólfs, sem ég hefi séð, eður neitt um Ingólfshaug), að Ingólfur þessi hafi komið gamall út til Islands í heiðni og lagt skipi sínu inn í Svarfaðardalsá og látið búa sér til haug þennan og sett skip sitt í og lagt þar í mikið fé og látið svo menn sína setja sig í hauginn dauðan og mælt svo um, að engum skyldi takast að brjóta hauginn, meðan jaxlar í sér væru ófúnir. Einnig segja munnmæli að í fyrri tíð hafi verið grafið í hauginn og þá hafi náðst úr honum skírnarfatið á Völlum og altaris- ljósastjakar og hringur, sem lengi var í kirkjuhurðinni á Völlum og sem nú er í klukknastreng þar,47 og þá hafi þeim sem grófu í hauginn sýnst Vallakirkja standa í björtu báli og hætt svo við og haugurinn lukst svo saman. Líka er sagt að eftir að menn Ingólfs voru búnir að haugsetja hann hafi þeir byggt sér haug í svokölluðum Húshól,48 sem er uppi í brekkunum fyrir sunnan og ofan Ingólfs- höfða út frá Sökkubæ, og látið svo setja sig í dauða. Til sanninda er munnmælunum um Húshól, að á 18. öld hljóp þar fram jarðfall og fannst þar þá gamalt sverð eður sverðsbrot og fleira af fommenjum, sem augljóslega sýndu að þar hafa verið heygðir menn í fornöld, en ekki vita menn hvað hefur orðið af þessu broti eður sverði, en lík- legast hefur verið smíðuð úr því einhvör hnífgréljan. Skírnarfatið í Vallakirkju er úr látúni eður koparblendingi, kringlótt, mjög 47 1 klukkustreng þar hefur Þ. Þ. síðar strikað yfir og’ skrifað í staðirm tapaður ofan línu. Hringurinn hefur því glatast á tímabilinu frá því að Þ. Þ. skrifaði ritgerðina og þangað til hann endurskoðaði hana, eða á ár- bilinu um 1865—1885. 48 Olavius og séra Stefán Þorsteinsson á Völlum kalla hólinn Haushól, sbr. Kuml og haugfé, bls. 114—115, þar sem fjallað er um þennan fornleifafund. Hvorki Haushóll né Húshóll eru nú í örnefnaskrá Sökku, og virðist því ör- nefnið glatað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.