Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 140

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 140
144 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS frá söguöld, veggjahlutar með öskulaginu sem fallið hefur snemma á landnámsöld, „landnámslaginu" svonefnda. Ekki hafa enn fundist minjar svipaðar þeim sem komu í ljós 1944 er grafið var fyrir húsinu Tjarnargötu 3, sem er hér rétt hjá, en þá komu fram skýrar bygginga- leifar með eldstæði, svo og öskuhaugur með miklum dýra- og fugla- beinum og ýmsum forngripum. Gísli Gestsson safnvörður hélt áfram rannsóknum í Álftaveri og var rannsakaður meginhluti bæjarins, hús aftan við bæjargöngin og skemma í bæjarröðinni. Bærinn hefur verið gríðarstór og vand- aður að gerð, hleðslur eru vel varðveittar og stétt með framhlið afar vönduð. Greinilegt er að þessi bær hefur verið reistur á rústum annars eldri, en ógerlegt er að grafa dýpra niður og kanna eldri byggingarstig vegna jarðvatns sem er mjög ofarlega nú á þessum stað. — Þessi bær er greinilega frá miðöldum en ekki hefur tekist að tímasetja hann með neinni nákvæmni enn. 1 Kópavogi hélt Guðrún Sveinbjarnardóttir fornfræðinemi áfram rannsókn gamla þingstaðarins. Þar kom tótt þinghússins, sem staðið hefur þar á síðasta tíma þinghaldsins, allvel í ljós, svo og aðrar byggingaleifar sem þó er erfitt að henda reiður á. Um haustið var unnið að vegagerð hjá Hegranesþingstað í Skaga- firði, en verið er að leggja nýjan þjóðveg yfir Hegranes og kemur hann upp á nesið rétt norðan við þingstaðinn. Þarna er erfitt um vegarstæði, en reynt var með góðri samvinnu við vegagerðina að halda veginum eins fjarri þingstaðnum og unnt var. Þó fór svo, að ýtt var við mannvirki skammt norðan aðalrústanna, sem reyndist við rannsókn Guðmundar Ólafssonar fornfræðinema vera búðarrúst. Guðmundur gat ekki lokið rannsókninni vegna óveðurs, en í leiðinni fór hann einnig norður í Vaglaskóg og kannaði beinafund, sem fram kom við vegagerð í skóginum. Nokkur mannabein fundust í vegar- ruðningi, en sjálft kumlstæðið fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit og er að líkindum undir veginum sjálfum. Engir hlutir aðrir en beinin fundust þarna. Ferðir safnmanna. Ferðir vegna rannsókna eða eftirlits voru með svipuðu sniði og áður, en um hinar styttri ferðir, sem farnar eru reglulega á sömu staði, er ekki ástæða til að fjölyrða sérstaklega. 1 ferð sinni til Kaupmannahafnar, þar sem þjóðminjavörður sótti fund um framhaldsnámskeið fyrir konservatora, fór hann með altaris-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.