Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 144
148 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Bygg&asöfn. Á árinu voru veittar kr. 2300 þús. til byggðasafna sem skiptist í byggingastyrk og gæslustyrk, kr. 2015 þús. í byggingastyrk en af- gangurinn fór til að greiða hluta ríkisins í gæslu við söfnin. Byggingastyrkur skiptist þannig: Byggðasafn Akraness og nær- sveita, kr. 200 þús.; Byggðasafn Borgarfjarðar, kr. 100 þús.; Byggðasafn Snæfellinga, kr. 400 þús.; Safn Egils Ólafssonar á Hnjóti, kr. 40 þús.; Auðkúlukirkja, kr. 100 þús.; Byggðasafn Þingeyinga, kr. 200 þús.; Safnastofnun Austurlands, kr. 200 þús.; til viðgerðar Gömlu búðar á Eskifirði, kr. 150 þús.; Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, kr. 100 þús.; Byggðasafn Árnessýslu, v. sjó- minjasafns, kr. 100 þús.; til húss Bjarna Sívertsens, Hafnarfirði, kr. 300 þús.; Samband húnvetnskra kvenna, til heimilisiðnaðarsafns, kr. 25 þús.; Þingeyrakirkja, kr. 100 þús. Að auki fékk Byggðasafn Akraness og nærsveita aukafjárstyrk, kr. 250 þús., til viðgerðar kútters Sigurfara sem safnið eignaðist þá um sumarið. Af þessum stofnunum er Þingeyrakirkja ný á skrá, en þessi merka kirkja, sem senn er 100 ára, þarfnast talsverðrar viðgerðar á næstu árum. Nýlega hefur þakið verið endurbætt mjög, sem reyndar er nýlegt koparþak sem skemmst hafði í ofviðri, en lagfæra þarf raf- leiðslur allar í kirkjunni og lýsingu, setja upphitun í hana, en nú eru í henni kosangastæki sem eru mjög varasöm, og yfirfara þarf kirkjuna alla að öðru leyti. En hér er sömu sögu að segja og víðast annars staðar, að kirkjan er nánast eignalaus og söfnuðurinn svo fá- mennur að hann fær ekki staðið undir neinum verulegum kostnaði. Talað hefur verið um að kirkjan verði tekin á fornleifaskrá, sem vera má að sé hið rétta í framtíðinni. Á Akranesi voru fyrstu húsin tvö af fimm, sem í ráði er að myndi sýningarhúsnæði safnsins, tekin í notkun við hátíðlega athöfn hinn 4. júlí, en þá hófust þjóðhátíðarhöld Skagamanna. Var margt fólk viðstatt hátíðina og voru forsetahjónin heiðursgestir. Forsetinn flutti ávarp af þessu tilefni og einnig mælti þjóðminjavörður nokkur orð í tilefni atburðarins. Safninu á Akranesi bættist óvenjulegur safngripur um sumarið, kútter Sigurfari, sem smíðaður var í Englandi síðla á síðustu öld og keyptur hingað til lands nokkru síðar, en var síðar seldur til Fær- eyja. Nú var hætt að nota hann en að frumkvæði Kiwanisklúbbsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.