Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 146

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Page 146
150 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS bréf og nokkra muni úr eigu ættmenna Bjarna og húsinu barst að gjöf stóll úr búi hans, svo og silfurkrús og bollastell. Von er á fleiri hlutum úr búi Bjarna og Rannveigar til hússins, en Þjóðminjasafn gaf einnig af þessu tilefni eftirmynd af málverki Rafns Svarfdalíns af Bjarna Sívertsen og Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar gaf eftir- myndir af rauðkrítarmyndum Sæmundar Hólms af Bjarna og Rann- veigu. Málverkið hafði gert Aage Nielsen-Edwin en rauðkrítarmynd- irnar Baldur Edwins sonur hans. Einnig var opnuð við þetta tækifæri sjóminjasýning á neðstu hæð Brydepakkhússins við hlið Sívertsenshúss og í húsi því sem slökkvi- stöðin var í áður og áfast er Brydehúsi. Þjóðminjasafnið lánaði all- margt muna á þessa sýningu, þar á meðal bátinn Vonina úr Mýrdal sem verið hefur um nokkurt árabil geymdur í helli í Pétursey. Er hún, ásamt tveimur bátum með Engeyjarlagi sem byggðasafnið á, í Bryde- húsinu, en minni hlutir í viðbyggingunni, svo og myndir og upp- drættir. Gunnar H. Ágústsson hefur eins og undanfarin ár borið hitann og þungann í sambandi við viðgerð Sívertsenshúss og hann beitti sér einnig fyrir sjóminjasýningunni. Gísli Sigurðsson fv. varðstjóri vann einnig mikið að uppsetningu sýningarinnar og hann hefur jafn- framt daglega umsjón með sýningunni og Sívertsenshúsi. Sjóminjasafn. Menntamálaráðherra skipaði nefnd á árinu í samræmi við þings- ályktunartillögu frá árinu 1973 til að gera tillögu um uppbyggingu sjóminjasafns. Voru skipaðir í nefndina Jón Kr. Gunnarsson skv. tilnefningu Hafnarfjarðarbæjar, Guðmundur Oddsson skv. tilnefn- ingu Sjómannadagsráðs, Gunnar H. Ágústsson og þjóðminjavörður sem er formaður. Síðar var Gils Guðmundsson skipaður í nefndina í veikindaforföllum Gunnars, og Ásgeir Sölvason, varamaður Guð- mundar, sótti í upphafi fundi í stað hans. Nefndin athugaði fyrirhugaða staði fyrir safnið og ræddi ítarlega ýmsa þætti safnsins, en tillögur hennar lágu ekki fyrir um áramót. Nefndin lagði mikla áherslu á að nú þegar yrði safnað öllum þeim sjóminjum sem enn væri hægt að ná í og erindi ættu á safnið, einkum og sér í lagi gömlum opnum bátum. Fyrir tilstilli Sjóminja- félagsins, sem stofnað hafði verið til björgunar sjóminja og stuðn- ings við safnið, var báturinn Geir frá Grindavík sóttur þangað suður eftir og settur í geymslu í Hafnarfirði, en hann er síðasta opna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.