Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1975, Síða 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bréf og nokkra muni úr eigu ættmenna Bjarna og húsinu barst að
gjöf stóll úr búi hans, svo og silfurkrús og bollastell. Von er á fleiri
hlutum úr búi Bjarna og Rannveigar til hússins, en Þjóðminjasafn
gaf einnig af þessu tilefni eftirmynd af málverki Rafns Svarfdalíns
af Bjarna Sívertsen og Iðnaðarmannafélag Hafnarfjarðar gaf eftir-
myndir af rauðkrítarmyndum Sæmundar Hólms af Bjarna og Rann-
veigu. Málverkið hafði gert Aage Nielsen-Edwin en rauðkrítarmynd-
irnar Baldur Edwins sonur hans.
Einnig var opnuð við þetta tækifæri sjóminjasýning á neðstu hæð
Brydepakkhússins við hlið Sívertsenshúss og í húsi því sem slökkvi-
stöðin var í áður og áfast er Brydehúsi. Þjóðminjasafnið lánaði all-
margt muna á þessa sýningu, þar á meðal bátinn Vonina úr Mýrdal
sem verið hefur um nokkurt árabil geymdur í helli í Pétursey. Er hún,
ásamt tveimur bátum með Engeyjarlagi sem byggðasafnið á, í Bryde-
húsinu, en minni hlutir í viðbyggingunni, svo og myndir og upp-
drættir.
Gunnar H. Ágústsson hefur eins og undanfarin ár borið hitann og
þungann í sambandi við viðgerð Sívertsenshúss og hann beitti sér
einnig fyrir sjóminjasýningunni. Gísli Sigurðsson fv. varðstjóri vann
einnig mikið að uppsetningu sýningarinnar og hann hefur jafn-
framt daglega umsjón með sýningunni og Sívertsenshúsi.
Sjóminjasafn.
Menntamálaráðherra skipaði nefnd á árinu í samræmi við þings-
ályktunartillögu frá árinu 1973 til að gera tillögu um uppbyggingu
sjóminjasafns. Voru skipaðir í nefndina Jón Kr. Gunnarsson skv.
tilnefningu Hafnarfjarðarbæjar, Guðmundur Oddsson skv. tilnefn-
ingu Sjómannadagsráðs, Gunnar H. Ágústsson og þjóðminjavörður
sem er formaður. Síðar var Gils Guðmundsson skipaður í nefndina í
veikindaforföllum Gunnars, og Ásgeir Sölvason, varamaður Guð-
mundar, sótti í upphafi fundi í stað hans.
Nefndin athugaði fyrirhugaða staði fyrir safnið og ræddi ítarlega
ýmsa þætti safnsins, en tillögur hennar lágu ekki fyrir um áramót.
Nefndin lagði mikla áherslu á að nú þegar yrði safnað öllum
þeim sjóminjum sem enn væri hægt að ná í og erindi ættu á safnið,
einkum og sér í lagi gömlum opnum bátum. Fyrir tilstilli Sjóminja-
félagsins, sem stofnað hafði verið til björgunar sjóminja og stuðn-
ings við safnið, var báturinn Geir frá Grindavík sóttur þangað suður
eftir og settur í geymslu í Hafnarfirði, en hann er síðasta opna