Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 35

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Page 35
LILJA ÁRNADÓTTIR KÚABÓT í ÁLFTAVERI VIII Aldursákvörðun Nú skulu tínd til atriði, sem sagt geta til um aldur bæjarrústanna í Kúabót. Húsaskipan bendir til þess, að bærinn sé frá miðöldum. Hcnni svipar til þess sem við þekkjum frá Gröf í Öræfum, sem lagðist í eyði 1362 við öskufall frá gosi í Öræfajökli.14 Bærinn í Kúabót er þó allmiklu stærri í sniðum en í Gröf enda hefur verið þar kirkjustaður. Um nákvæmari tímasetningu innan miðaldanna vcrður að leita fanga í gjóskulagafræð- inni og íhuga hvort einhver fundinna forngripa veiti svör varðandi tímasetninguna. Það skal þó tekið fram, að enn cr ýmislcgt órannsakað í sambandi við munina. Kötlugosum fylgja jökulhlaup sem flæða yfir stór svæði á Mýrdals- sandi og valda tjóni á því landi og mannvirkjum sem fyrir verða. Auð- scð var að bærinn hefur farið í cyði eftir jökulhlaup, scm m.a. skildi cftir sig rúmlega 25 cm lag af lcir og sandi á gólfum í frambænum, það lag var nú undir rofum úr þökum. Tímasetning á gosinu, sem olli þcssu hlaupi, væri jafnframt tímasetning á eyðingu bæjarins. Engin þekkjanlcg gjóskulög fundust við uppgröftinn á frambænum árin 1972 og 1973.1:1 Árið 1974 þegar baðstofan var rannsökuð komu í Ijós kekkir í suðurvegg hcnnar með svörtu gjóskulagi. Auk þess fannst í moldinni smávegis af ljósum gjóskukornum, sams konar og þau sem mynda gjóskulagið úr Öræfajökli 1362. Niðurstöður jarðfræðinga voru þær að gjóskulagið væri úr Kötlugosinu 1416.K’ Hægt var að sjá, að svarta gjóskulagið var á 2-3 cm dýpi í kökkunum17 og má ætla, að þeir hafi verið stungnir alllöngu síðar, e.t.v. 20-40 árum eftir gosið.18 Þar af leiðir, að a.m.k. baðstofan hcfur verið hlaðin eftir 1416, sennilcga á 14. Gísli Gcstsson: Gröf í Öræfum, Árbók hins íslenzka fornlcifafclags, Rvk. 1960, bls. 5-87. 15. Sbr. dagbækur Gísla Gcstssonar um uppgröftinn í Kúabót. 16. Guðrún Larscn: Grcinargcrð um gjóskurannsóknir í Kúabót I og Sigurður Rórarinsson: Grcinar- gcrð um gjóskurannsóknir í Kúabót II, óprcntaðar skýrslur. 17. Guðrún Larscn: sama hcimild. 18. Gísli Gcstsson: Fjórar baðstofur, Minjar og mcnntir. Afmælisrit hclgað Kristjáni Eldjárn 6. dcs- cmbcr 1976, Rvk. 1976, bls. 197. 7

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.