Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Qupperneq 64

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 05.01.1986, Qupperneq 64
126 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og sagde: ’E drikkc St. Ildbjarsminne tc!‘ Derpaa tog man lidt 01 i en Ske og skvettedc bortpaa Glodhaugcn og bad, at den ’röde Hane’ icke maatte gale over hans Huus eller Eiendom. Naar alle havde drukket, tog Gamlekoncn eller annen en Skc fuld af 01, undcrtidcn Brændcvin, satte den ind i Ilden og lod dcn brænde op.'u Reyndar verður þeirri hugsun ekki varist, að ltér sé um heldur alvörulítið athæfí að ræða, jafnvcl þótt Norðmenn eigi hlut í. íslenska orðið Eldbjargarmessa, sem séra Jón í Hítardal heyrði notað um þessa hátíð á æskuárum sínum, gæti líka bent til þess, að litið hafi verið á Eldbjörgu sem gamlan dýrling. Pó þarf það ekki endilega að vera því að orðið messa gat í hugum almennings haft merkinguna hátíð, merkidagur eða jafnvel veisla. Þegar menn á síðari öldum töluðu um krossmessu og Jónsmessu, er ósennilegt að þeir hafi vitað eða hugsað um fund og upphafningu krossins á Hausaskeljastað eða fæðingu Jóhannesar skírara. Og naumast hefur sauðkindanna verið minnst sem dýrlinga á sviðamessunni eftir sláturtíð. Sr. Jón Halldórsson var fæddur 1665 og Árni Magnússon 1663. Orðið hefur því verið á kreiki eigi síðar en á 17. öld. Bæði Jón og Árni eru af Vesturlandi, og Jón reyndar alinn upp í Reykholti skammt frá Húsafelli, þar sem Guðríður Stefánsdóttir var prestfrú. En Árni liefur vissulega getað rekist á þetta fyrirbæri hvar sem var á ferðum sínum um landið upp úr 1700 eða í skjölum í handritasafni sínu. Finnur Magnússon fullyrðir árið 1838, að Navnet, uden Tvivl fordum ledsaget af ligncndc, mcn nu forlængst forglcmtc Skikke, tillægges endnu dennc sammc Dag i Island sonr Eldbjargarmessa (Eldbjörgs cller Elbjör Fcstdag).34 Hann minnist hinsvegar ekki á þetta íslenska dagsheiti í ritgerð sinni frá 1829, þar sem hann fjallar m.a. um Eldborgs Skaal í Bohúsléni og Elbiörs-Minde á Pelamörk.35 Ástæðan kann að vera sú, að í millitíðinni hafi hann lesið áðurnefnt bréf langafa síns Jóns Halldórssonar til Árna Magnússonar, því hann virðist hafa haft það undir höndum. Utan um bréfið er nefnilega lögð örk, og framan á hana skrifað með hendi Finns Magnússonar, að því er virðist. Petta er og líklegust ástæða þess, að Finnur tekur Eldbjargarmessu upp í almanak sitt 1837. En oftrúin á órofa forneskju íslenskrar tungu hcfur hér sem oftar leitt menn út á hálar brautir, því að tilvist orðsins í íslensku almanaki frá 19. öld hefur ein sér verið talin röksemd fyrir því, að um væri að ræða eldforna nor- ræna hátíð og sennilega heiðna.36 Nú er alls ekki loku skotið fyrir, að svo kunni að vera. Orð eins og Eldbjörg og Eldborg verða naumast til af engu. Og jafnvel þótt menn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.