Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 38

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 38
38 félag8bræðrum sínum í veitíngahúsi nokkru; en af því að þeir komu ekki á tilteknum tíma, gekk hann aptur á bak og áfram fyrir utan húsið í illu skapi; vildi þá svo til, að húsmúðir hans gekk af hendíngu þar fram hjá til kirkjunnar og þegar hún spurði hann, eptir hverjum hann biði, sagði hann henni það frómt og ein- lægt; hún bað hann þá í þess stað að koma með sér í kirkju og þótti honum skömm að neita því, en lángaði til að komast sem fyrst aptur úr kirkjunni til að spila og drekka. En þá sté presturinn upp í stólinn og las upp þessa grein hjá Matth. 16, 26: nað hverju gagni kæmi það manninum, þó hann eignaðist allan heiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni? Eða hvað getur mað- urinn gefið til lausnar sálu sinni»? Út af þessum texta lagði presturinn með fjöri og andriki og fékk ræðan svo mikið á Vilhjálm, að hann upp frá því varð annar og nýr maður. Eptir að Vilhjálmur tók sinnaskipti og bætti ráð sitt hafði hann mikið gott af samtali við móður sína og sóknarprestinn Matthæus Wilks. { söfnuði hans höfðu 30 úngir menn tekið sig saman um, að haldahundi á hverju mánudagskveldi til að tala um guðlega hluli, er snertu bæði trú og líferni, kirkjusögu og biflíuþýðíngu og stundum komu þeir saman til bænagjörðar. Hið á- stúðlegasta samkomnlag var milli þeirra og þeir fengu ráð og leiðsögn hjá Wilks presti. Vilhjálmur var tek- inn inn í þetta félag og sagði hann seinna, að það væri sá háskóli, sem hann hefði gengið á. Með miklum á- huga tók hann nú líka þátt I mannelskuverkum safnað- arins og félögum þeim, sem stofnuð voru til að þjóna og hjúkra sjúklíngum; en ekki hafði honum enn komið til hugar að verða kristniboði. fá stofnaði Wilks

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.