Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 46

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 46
46 ið ágengl þar í kristniboðinu, því bæði voru allar goða líkneskjur brendar og daginn eptir að Vilhjálmur kom þángað, komu hér um bil tvær þúsundir hvítklæddra manna saman í kirkjunni og vakti það bjá honum undr- un og gleði. Ilann prédikaði þá út af Jóh. 3, 16: <'Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn Sou til þess að hver, sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf», og hvar sem hann kom, lagði hann fyrst ýmist út af þessum orðum og ýmist út af 1. Tím. 1, 15: «það er sannur lærdómur og í alla staði viðtöku maklegur, að Jesús Kristur er kominn í heiminn til að frelsa synduga menn og er eg hinn helzti þeirra»; því að það fékk ætíð mikið á þá, að Guð af elsku sinni hefði fórnfærl Syni sínum á krossinum og að þessi fórn hefði gjört allar fórnir þeirra óþarfar. Nú ásetti Vil- hjálmur sér að fara til Naratongaeyjar, sem er stærri en allar hinar; en allir löttu hann mjög þeirrar ferðar og sögðu, að eyarskeggjar væri mjög grimmir og illir viðureignar. fá spurðu nokkrir, er þaðan voru og höfðu tekið kristna trú; livort Jesús hefði ekki líka dáið fyrir þá? og buðust til að fylgja Vilhjálmi og líka bauðst Papejha til þess. Fyrst komu þeir við á eyum þar í grennd og gjörðu margir góðan róm að máli þeirra, þótt þeir líka mættu mótstöðu. Á einni eyunni lofuðu menn að taka við keunendum; en jafnskjótt og Papejha og fieiri voru lentir, réðust þeir á þá og voru nærri búnir að kyrkja Papejha, þegar hleypt var úr fall- bissu á skipinu; flúðu þá eyarmenn og kennendurnir komust undan; en er þeir á heimleiðinni komu aptur til eyar þessarar, fengu þeir góðar viðlökur, því meðan þeir voru burtu hafði skæð drepsótt komið þar upp, sem eyarmenn héldu, að væri refsing frá «Guði hinna

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.