Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 51

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 51
51 til þín áður eu eg dey? Nú vil eg gjarnan deyja; eg var svo hræddur uin, að það yrði úður en þú kæmir aptur■>. þegar honum voru gefin lækníngarlyf, tók hunn þau en sagði brosandi: «liugsið ekki, að eg gefi um að komast aptur til heilsu; nei! mig lángar til að leysast héðan og vera með Iíristi; því að það er lángtum hetru að vera hjá honum en í þessari syndugu veröld». Fám dögum síðar stóð Vilhjálmur hjá hanasæng hans, og bað Guð að gefa sér náð til að geta dáið eins kristi- iega eins og þessi blindi maður. En þótl guðsorð ryddi sér furðanlega til rúms á þessum eyum, vantaði þar þó ekki illgresi, sem vildi kæfa hiö góða sæðið, og skal þess hér að eins getið, sem bar til á Najatea og Naratonga árið 1831. Á smá- eyu nokkurri var kominn ungur og heiðinn höfðirigi til ríkis, sein safnaði liði og ætlaði að leggja uudir sig Na- jatea og aðrar eyar; urðu þá Najateumenn að grípa til vopna, og unnu þeir sigur. En brátt fengu þeir ann- an skæðari óvin heima hjá sér. þegarhinn gamli Tau- matóa andaðist, kom sonurhans, sem var mjög hneigð- ur fyrir áfenga drykki, því til leiðar í fjærveru Vilhjálms, að víða var slofnuð brennivínsgjörð á eyunni, svo að drykkjuskapur tók til að úlbreiðast og spilla siðum lýðsins. En Vilhjálmur kom heim aptur í tækan tíma og honum hepnaðist að kippa öllu í samt lag; hinn ungi Taumatóa skammaðist sín og liætti ráð sitt, svo hann varð þegnum sínum lil góðrar fyrirmyndar, eins og faðir hans haföi verið. Meðau Vilhjálmur var að heim- an, reyndu nokkrir ungir rneun til að koma aptur á hinum fornu heiðnu siðum, og leiddu marga afvega. En þá tók Drottinn í taumana. Ógurlegt óveður, svo enginn mundi annað eins, rak á og skemdi nálega allt 3*

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.