Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 64

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Page 64
64 Hugleiðing um forsjón Cuðs. Fyrrum íana eg stundum til efablandins ótta, þegar eg virti fyrir mér mannkynssöguna og andlegt ástand mannanna og hugsaði til þess, að margar milliónir manna enn þá ráfa í myrkri dauðans án þess að þekkja hinn lifanda Guð, og að ótölulegur mannfjöldi hefir eina öld eptir aðra eytt lífi sínu i fánýtri skurðgoða- dýrkun og lagst í gröf sina vonarlaus um eilíft frelsi og eilifa sáluhjálp. Eða þegar eg hugsaði um ríki og drotlnun syndarinnar í heiminum, eða um hina eyðandi og truflandi náttúrukrapta. En eg leitaði mér þá hugg- unar og fann huggun í guðsorði; eg sá, að Guðs vegir eru óransakanlegir, og að það er skynsemi minni of- vaxið, að ráða gátur mannkynssögunnar og leysa úr því, hve nær og hvernig liinn alvitri alheims stjórnari ætlar að leiða þjóðirnar til síns ríkis. Eg gætti þess þá, að eg geng enn ekki í skoðun, heldur í trú, og að það sem mér nú þykir einatt myrkt og óljóst, verður mér á síðan opinberað, þegar eg fæ að skoða augliti til aug- litis. Eg fann þá líka til þess, að það er holt og heilsusamlegt fyrir mig, að skilja ekki alla hluti. Gæti eg séð allt og þreifað á öllu, hvernig ætti eg þá að læra að trúa? og hversu nauðsynlegt er það fyrir mig að læra að trúa, það er að skilja: að höndla hið ósýni- lega og grípa hið ókomna eins og það væri hjá mér? því enginn getur höndlað hið ósýnilega, fyrr en hann er búinn að snúa hjarta sínu frá hínu sýnilega og

x

Ný kristileg smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.