Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 70

Ný kristileg smárit - 01.01.1874, Side 70
70 Sóknarpresturinn i Saint-Lyphar. (Frásaga frá stjórnarbyltíngunni á í’rakklandi 1789, og cr liún lítið sýnisborn af pví óttalega ástandi. sem par var á peim tímum). jíegar skelfi-sljórnin á Frakklandi var sem grimmust og guðleysiö sem mest 1793—94, var Landau, sóknar- presti í Saint-Lyphar kastað í myrkvaslofu í borginni Nantes, eins og ótal mörgum öðrum prestum. Hann hafði verið þar nokkra stund og séð marga meðbræður sína flutta burt, en engan þeirra snúa aptur, þegar röðin kom einnig að honum, og kallað var á hann eina nótt með nafni af manni þeim, sem vanur var að vekja þá, er lil dauða voru dæmdir. Líka var kallað á há- aldraðan munk, sem hjá horium var; og er presturiun lók í hönd lians, brosti öldungurinn blíðlega og mælti: «við höfum lengi átt við sama böi að búa; styddu mig nú á þessari seinustu göngu okkar«. Áður en þeir fóru burt úr myrkvastofunni, föðmuðu þeir hina, sem eplir voru og sögðu: «vér sjáumst aptur« og bentu til liirn- ins. Lað var nú farið með þá og marga fleiri sem hljóðlegast yfir stræti borgarinnar niður að Loire-fljót- inu og út á skip, sem beið þeirra skamt frá laridi; var þá undið upp segl og siglt út á milt fljótið; en er þángað var komið, heyrðist ógurleg rödd, er sagði: <• f'relsið nú þjóðsljórnina frá óvinum hennar», og jafn- skjótt spruttu böðlarnir upp, tóku aumingja prestana, af klæddu þá, bundu þá saman tvo og tvo, og hrundu

x

Ný kristileg smárit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný kristileg smárit
https://timarit.is/publication/102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.