Norðurljósið - 01.01.1965, Page 35
NORÐURLJÓSIÐ
35
hann: „Sjá, ég kem skjótt, .... ég er Alfa og Ómega,
hinn fyrsti og hinn síöasti, upphafið og endirinn.“
Guð (Jahve) segir: „Eg er hinn fyrsti og hinn síðasti.“
Jesús frá Nazaret segir: „Ég er hinn fyrsti og hinn síð-
asti.“ Guð seg.ir: „Ég er Alfa og Ómega.“ (Opinb. 1. 8.).
Jesús segir: „Ég er Alfa og Ómega.“ Með því að staðhæfa
þetta gerir hann sig eitt með Guði.
Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum, sem sýna, að það,
sem biblían segir um Guð (Jahve, Drottin), segir hún
einnig um Jesúm frá Nazaret. Af þessu er oss ætlað að
þekkja guðdóm Drottins Jesú Krists.
Annað dæmi má nefna: Við skulum lesa og íhuga Jes.
43. 11.: „Ég er Jahve (Drottinn), og eng.inn frelsari er
til nema ég.“ Jóel 3. 5.: „Hver, sem ákallar nafn Jahve
(Drottins) mun frelsast.“ Hér er sagt, að enginn frelsari
sé til, nema Jahve og að hver, sem ákallar nafn hans, muni
frelsast. Berum þetta saman við Post. 4. 12., þar sem Pétur
postuli segir um Jesúm frá Nazaret: „Og ekki er hjálp-
ræðið í neinum öðrum, því að eigi er heldur annað nafn
undir himninum, sem oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“
I gamla testamentinu er hjálpræð.ið, frelsunin hjá Jahve,
í nýja testamentinu er ekki hjálpræðið í neinum öðrum
en Jesú Kristi. Þeir, sem ekki vilja þiggja hjálpræði hjá
Jesú Kristi, geta ekki fengið það annars staðar, af því að
hann er „hinn mikli Guð og frelsari vor.“
Ritsmíð þessi yrði alltof löng, ef tæma skyldi það, sem
biblían sýnir og kennir, að Jahve (Drottinn) gamla testa-
mentisins er Jesús Kristur nýja testamentisins. Skal vísa
þeim, sem meira vilja lesa um þetta efni, til bókar minnar:
„Höfundur trúar vorrar.“
Jesús vor einnig sonnur moður.
En spurningunni: „Hver var Jesús frá Nazaret?“ væri
ekki að fullu svarað, ef gengið væri framhjá því, að hann
var ekki aðeins Guð. Hann var einnig maður. Hann fædd-
ist sem lítið barn, óx og þroskaðist. Hann hungraði og
þyrsti, neytti matar og drykkjar og svaf. Hann grét og
hann var glaður. Hann leið og dó. Hann talaði um líkama
sinn og kallaði sjálfan sig einu sinni mann, einmitt þeg-
ar hann var að leggja áherzlu á guðdóm sinn. (Jóh. 8. 40.
Sbr. 21.—24. og 58. v. í sama kafla.).
Það er ástæðulaust að rita meira um það, að Jesús frá
Nazaret var maður. Menn deila ekki um það nú á dögum,
heldur deila þeir um guðdóm hans. Þar hafa þeir margra
spurninga að spyrja, meðal annarra: „Hvernig gat Jesús
verið bæði Guð og maður?“
Guð er meiri skilningi vorum.
Þetta er að sjálfsögðu leyndardómur, en gæti Guð ver-
ið sannur Guð, ef við gætum gert fulla grein fyrir honum
með skilningi okkar? Til þess yrðum við að vera eins
mikil og hann, eða hann eins smár og við. Við verðum
því að svara, eins og stendur í Jobsbók: „Getur þú náð
til botns í Guði?“ (11. 7.). Eða segja með Prédikaran-
um: „Ég virti fyrir mér þá þraut, sem Guð hefir fengið
mönnunum að þreyta sig á. Allt hefir hann gert hagfellt
á sínum tíma, jafnvel eilífðina hefir hann lagt í brjóst
þeirra; aðeins fœr maðurinn ekki skilið það verk, sem
Guð gerir, frá upphafi til enda.“ (3. 10., 11.).
Eigi að síður getur það ef til vill hjálpað eitthvað skiln-
ingi okkar, ef við minnumst þess, sem ritað er í Jer. 23.
24.: „Uppfylli ég ekki himin og jörð? — segir Jahve
(Drottinn).“ Þar sem nú Drottinn uppfyllir bæði himin
og jörð, er alls staðar nálægur, var það hið auðveldasta
af öllu fyrir hann að vera hér sem Jesús frá Nazaret og
halda þó áfram að vera á himni. Og í Jóh. 3. 13. stendur
að Jesús sagði: „Og þó hefir enginn stigið upp til him-
ins, nema sá, er niður sté af himni, manns-sonur.inn, sem
er á himni.“ Satt er það, að orðin „sem er á himni,“ eru
ekki í öllum handritum heilagrar ritn.ingar. En þau geta
verið töluð af Jesú, af því að Guð er bæði á himni og
jörðu, jörðu og himni samtím.is. Sbr. Sálm. 139. 5., 8.:
„Þú umlykur mig á bak og brjóst.“ „Þótt ég stigi upp í
himininn, þá ertu þar.“
Motbórum svarað.
Sumir spyrja: „Hvernig gat Jesús verið Guð, úr því
að hann sagði: „Paðirinn er mér meiri.“? Sannar þetta
ekki, að hann var alls ekki Guð?“
Hvenær talaði Jesús þessi orð? Talaði hann þau, með-
an hann var í dýrð sinni hjá Guði, áður en heimurinn
varð til? Auðvitað ekki. Hann talaði þau, þegar hann
var hér á jörðu. Hann talaði þau eftir þann atburð, þeg-
ar hann afklæddist Guðs-mynd sinni. Þau voru töluð,
meðan hann kom fram að ytra hætti sem maður. Um þetta
lesum við í Fil. 2. 5.—11. Engin orð, sem hann talaði
hér á jörðu, geta afsannað það, að hann var Guð, sé
þessi mikla staðreynd höfð í huga, að þau eru töluð, með-
an hann kemur fram að ytra hætti sem maður.
Menn hafa reynt að nota orð, sem postulinn Páll skrif-
aði, til að afsanna það, að Drottinn Jesús sé eilífur Guð.
Þetta er ekki rétt meðferð á orðum Páls. Menn verða að
muna, að hann talar um Jesúm sem hinn mikla Guð og
frelsara vorn, eins og áður er vitnað til. í ljósi þessara
orða Páls ber að skoða annað, sem hann hefir sagt, og
skýra það í samræmi við þau. Það er líka léttur vandi
að gera það.
Menn hafa reynt að nota ýmislegt annað til að afsanna
það, að Jesús frá Nazaret var og er sannur Guð, t. d. orð-
in í Jesaja 53: „Jahve (Drottinn) lét misgerð vor allra
koma niður á honum,“ lagði á hann refsinguna fyrir synd-
ir vorar. Eftir þessari röksemd er hver maður, sem lætur
á sig byrði eða leggur á sig meinlæti, orðinn að tveimur
aðskildum einstaklingum!
Allar tilraunir til að gera að engu eilífan guðdóm Jesú
frá Nazaret falla fyrr eða síðar um sjálfar sig. Þær ættu
að falla nú þegar í huga þínum, falla fyrir þeirri stað-
reynd, að hinn eilífi, mikli Guð, sem sjálfur sagði: „Dýrð
mína gef ég eigi öðrum,“ hann lætur alheiminn færa Jesú
frá Nazaret, — nú upphöfnum í þá dýrð, sem hann hafði
áður, — hina sömu dýrð, vegsemd og tilbeiðslu, sem hann
lætur allt hið skapaða færa sjálfum sér.
„Það sem því Guð hefir tengt saman, má eigi maður
sundur skilja,“ má heimfæra hér. Guð hefir tengt sam-