Óðinn - 01.01.1933, Side 16

Óðinn - 01.01.1933, Side 16
16 ÓÐINN Tekið á móli Dalbo ráðherra þegar liann steig á land við flughöfnina í Vatnagörðum. Fremstir á miðri mgndinni eru pcir Ásgeir Ásgeirsson forsœlisráðherra og Dalbo ráðherra. Lengra frá sjesl Jón Porláksson borgarstjóri. Afkomendur Alberts Thorvaldsen. »Politiken« flutti 26. nóv. 1932 skrá yfir afkoraendur Alberts Thorvaldsen, o« er þar talið, að hann eigi þá 15 afkoraendur á lífi, og er önnur grein þeirrar ættar í Ítalíu, en hin í Bandaríkjunum, i New-York og San- Francisco. Thorvaldsen er talinn fæddur 19. nóvember 1770, en dó 24. marts 1844. Hann eignaðist eina dóttur, sera fæddist 13. marts 1813, en dó 17. seþlember 1870. Hún hjet Elísa Soþhia Charlotte Thorvaldsen, en móðir hennar hjet Anna Maria Uhden, fædd Magnani. Pessi dóttir Thorvaldsens giftist 12. marts 1833 kammerherra, oberst Johan Peter Friedrich Paulsen (f. 28. júlí 1780, d. 6. júní 1843). Síðar giftist hún ítölskum jarðeigna- manni, Pietro Vengeslao Enrico Giorni (f. 28. seþt. 1813, d. 4. marts 1876). Pau Paulsen og Sophia eignuðust 5 börn, en að eins eitt þeirra náði fullorðins árum, son- ur, sem hjet Pietro Albert Paulsen, fæddur 1. janúar 1834, dáinn 9. april 1921, kammerherra í Páfagarði. Hann var tvíkvæntur, fyrst Guilia Datti (f. 1842, d, 1862) og síðar Mathilde Arnulfi (f. 1840, d. 1924). Hann átti 3 syni og 1 dóttur, sem upp komust, einn son með fyrri konunni og hin þrjú með þeirri síðari: 1. Federico Paulsen, f. 28. marts 1861, sem er for- stjóri kngl. ítalska jurtaskólans í Palermo, ókvæntur. 2. Trofinó Paulsen, f. 28. júlí 1876, forstjórí kngl. ítölsku tilraunastöðvarinnar í vinrækt í Mílasso. Kona hans er María Concetta, fædd Sceberras (f. 1884) og eiga þau fjögur börn, sem heita: Matilde, Alberto, Apollonia og Federico og eru fædd á árunum 1912 til 1927. 3. Maria Teresa Floridi (fædd Paulsen) f. 7. október 1878, gift málafærslumanni Innocento Floridi (f. 1866) og eiga þau tvö börn, sem heita Mario og Ersilia, hann fæddur 1915, en hún 1919. 4. Lorenzo Emilio Arnuljo Alberto PaulseD, f. 31. maí 1885, skipsljóri í Róm. Kona hans er Emma, fædd Sacks (f. 1882), og eru þau barnlaus, Með síðari manni sínum, Enrico Giorni, átti Sophia dóltir Thorvaldsens tvö börn, son og dóttur, en dóttir- in dó sama dag og hún fæddist, 7. ágúst 1858. Sonur- inn hjet Carlo Guiseppe Giorni, f. 23. janúar 1850, d. 1. mai 1928, listmálari. Kona hans hjet Linda, fædd Bergner (f. 1860). Pau eignuðust 3 börn: 1. Aurelio Pietro Carlo Teodoro Giorni, f. 15. sept- ember 1895, píanóleikari og tónskáld i New-York. Kona hans er Helen Miller (f. 1897). Pau eiga þrjár dætur, sem heita: Elena Linda, Jolanda Elise og Aurelia Maria, fæddar á árunum 1921 til 1927. 2. Elise Giorni, fædd og dáin, 12. júlí 1899. 3. Marcello Alberto Tliorvaldsen Giorni, f. 17. desem- ber 1902, kaupmaður í San Francisco. Hann er tvígiftur. Fyrri konan hjet Ester Rolfe, en sú síðari heitir Hed- wig Harden (f. 1902) og eiga þau tvær dætur, sem heita Linda, f. 1924, og Vanda Thorvaldsen, f. 1925. X

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.