Óðinn - 01.01.1933, Side 31

Óðinn - 01.01.1933, Side 31
ÓÐINN 31 eða lítill foss. Þessi foss knúði mylnuna til starfa. Seinna bygði hann brú af heimaeyjunni til næstu eyjar, sem heitir Norðurey. Þar var mjaltaður búsmali á sumrin, og þótti tafsamt að ferja um sundið. Þessi brú er og mikið mannvirki. Hún er bygð úr grjóti upp úr sjó, en viði þar fyrir ofan. Hún er mjög traustlega gerð, því straum- ur fossandi er í sundinu. Brúin er svo há, að bátar fara undir um stórflæðar. Eftir að Vigfús bygði brúna, færði hann mylnuna þangað heim. Bæði var það öruggara og styttra að gæta starfsins. — Pegar ekki gefur til útistarfa, stundar Vigfús inni-smíðar, því hann er smiður bæði á trje og járn og eljumaður með afbrigðum. Aldrei kom maður svo í Brokey, að ekki væri hann eitt- hvað að starfa. Oftast að smiða, skera í trje, því hann er skurðhagur vel, eða gera að netum sinum o. s. frv. Bátasmíði stundaði Vigfús tals- vert á yngri árum, en hann hefur nú lagt það að mestu niður, nema viðgerð á sínum eigin bátum. Vigfús er fastheldinn og tryggur við alt það, sem þjóðlegt er. Strangur með helgidaga- hald og helgistaða, svo sem slæjubann og ann- an ránsskap á ýmsum bleltum. Þannig bann- aði hann alveg, þegar hann var að byggja tún- garðinn, að taka grjót úr borg einni þar við túnið — huldufólks-bústað fornum —, því sá átrúnaður hafði verið á borginni, að ekki mætti ræna þaðan neinu. Þetta töldu vinnumenn of- trú eina og þóttust hart af kenna. Hann á marga ætlargripi, 2 eða 3 skatthol og ýmsar fleiri hirsl- ur, sem eru að mörgu merkilegar og ekki síst að því, að þær eru með fangamörkum og ár- tölum, flest útskorið. Hjallur að nafni Grímshjallur er á hólma ein- um. Hann er sjálfsagt búinn að standa þar i hundruð ára. Það eru gamlar sagnir um, að bændur hafi hylst til, að byggja fiskihjalla þar, sem ekki var greiður aðgangur að þeim. Þá gátu hjú ekki fengið mat þann daginn, sem ekki náðist i fiskinn. En þarna var það ekki nema um fjörur. Hjallar, svona úti á skerjum, sem fjarar á, eru viðar til í Breiðafjarðareyjum. — Ekki þarf Vigfús að halda hjalli þessum við vegna húsaskorts, heldur er það af trygð við minningu fyrri tíða. I honum geymir hann net og reipi. Þetta þykir kanske ekki mikils virði nú á þessum nýjunga-tímum. En sakna myndi jeg Grímshjalls, ef jeg ætti enn leið inn Brok- eyjar-vog, og hann væri jafnaður við jörðu. — Bát á Vigfús, sem talið er að hafi verið eign ættarinnar í nærfelt 200 ár. Auðvitað er hann marg-uppsmíðaður, og hefur, því miður, breytt nokkuð lagi. Síðan Vigfús fjekk sjer mótorbát, þá hefur hann ekkert við þennan bát að gera. En hann fór ekki að pranga honum út til þess að hafa fyrir hann peninga, eða þá að höggva hann í eldinn. Nei, hann bygði honum naust á afviknum stað, þar sem hann er ekki fyrir nýju bátunum, bikar hann þar og málar, og ætlar að lofa honum að standa meðan hann getur endst. Sýni nú niðjar Vigfúsar sömu rækt, sem engin ástæða er til að vantreysta, getur hann staðið þarna marga mannsaldra. Búskapur hefur farið þeim hjónum vel úr hendi. Hefur frú Kristjana ekki látið sitt eftir liggja í þvi efni. Hún er hyggju kona hin mesta og alt af sí-starfandi. — Umgengni er ágæt og efni góð, sem ekki hafa rýrnað í umsjá þeirra. Enda hefur Vigfús verið máttarstólpi sveitar sinnar í 40 ár. Hann tók og mikinn þátt í sveitarstörfum. Var sýslunefndarmaður f mörg ár og í hreppsnefnd hvað eftir annað. Þá stund- um oddviti. Hreppsfjóri var hann seltur um eitt skeið. En mun hafa beðist undan þeim starfa vegna þess, hvað mönnum er óhægt að sækja fund hreppstjóra út í eyjar. Á hina viðhafnar- miklu hátíð, sem konungi var haldin 1907, var Vigfús kjörinn fulltrúi Snæfellinga. Nú hefur hann gefið frá sjer öll opinber störf, og eftir- látið þau hinum yngri mönnum. Þau Brokeyjar-hjón hafa átt 8 börn, sem öll eru upp komin. Auk þess hafa þau alið upp nokkur börn að meiru eða minna leyti. Vigfús í Brokey, eins og hann er altaf kall- aður af alþýðu manna — Hjaltalíns-nafninu á- varpa hann að eins þeir, sem kalla sig heldri menn — er nú kominn á áttræðisaldur, og hefur sannast spakmælið, að gæfunnar þarf ekki að leita »Iengst í álfum«. En lánið býr í manni sjálfum, ef menn að eins hafa vit á að fram- kalla það. — Það hefði ekki sýnst óeðlilegt, að hann hefði selt bú sitt og jörð þegar alt stóð sem hæðsl. Flutt með andvirðið til Reykjavikur og eylt því þar á gildaskálum og kvikmynda- húsum. Þetta gerði svo margur bóndinn og þótti fínt. Vigfús er eínn þeirra sárfáu manna, sem sleppur ósærður út úr eldraun byltingar-áranna. í sinni sveit stendur hann eins og klettur úr hafinu. Alt annað hefur borist með straumnum.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.