Óðinn - 01.01.1933, Qupperneq 42

Óðinn - 01.01.1933, Qupperneq 42
42 ÓÐINN andi skapfestu og hörku við sjálfa sig, að vinna verk sín eins og ekkerl hefði í skorist. í æsku misti hún móður sína og mun það hafa mark- að mjög örlagarik spor á æfibraut hennar. Ein hin heitasta þrá Guðnýjar í uppvextinum var, að fá að njóta skólamentunar; en alþýðufólk á þeim árum átti ekki greiðan gang í þá átt, sist stúlkur. Þessi þrá varð því að engu. En alla æíi unni hún hverskonar mentun og þekkingu. Mun hún hafa stutt bróður sinn, sem var nokkru yngri, til skólanáms. Hún fylgdist vel með í fjelagsmálum alskonar og hafði þar ákveðnar skoðanir. Enda var skapgerðin þannig, að hún var hvergi hálf. Ekki mun skap þeirra hjóna, Guðnýjar og Kristgeirs, hafa fallið alskostar saman. Þau skildu eftir nær tveggja áratuga samvistir. Má því ætla, að Guðný hafi farið á mis við þau gæði mann- dómsáranna, sem talin eru eftirsóknarverðust, hamingjuríkt hjónaband. Guðný trúði mjög á handleiðslu æðri máttar, og hefur sú trú vafa- laust hjálpað henni yfir margan örðugan hjallann. Ýmsir, sem þektu til Guðnýjar, munu hafa á- litið líf hennar frekar gæfusnautt. En þeir fáu, sem þektu hana náið, vissu, að svo var ekki. Enda mun hún sjálf hafa talið sig gæfusama, þrátt fyrir alt. ó. G. 0 Ved KFUM’S Boldklubbens afrejse fra Island den 26. juli 1933. Tak for Besöget! — „Valur“ VENNER fra Danmarks smilende Lunde, Lövrige Skove, blaanende Sunde, Hid, hid over salten Vove Kom I at gæste Landet höjt mod Nord. Ungdom og Idræt passer godt sammen, Kampen og Festen, Alvor og Gammen. Höjt, höjt som paa Örnevinger Löfter og bærer os mod Livets Maal. Mægtige Jökler, knejsende Tinder, Brusende Fosser, Slægternes Minder Staar her som de tavse Vidner Lyttende til vor varme Venskabspagt. Idrættens Kampe Venskab besegler, Sportsaandens ædle bindende Regler Bort, bort fejer alt det lave, Maner til Höjsind, Fred og ædel Daad. Korsfaner tvende over os vajer, Lover den store evige Sejr. Frem, frem! Herrens unge Mandskab! Hjærter vi löfter op til Livets Drot. Islands og Danmarks Ungdom skal drage Tit paa Besög i kommende Dage. Her, der, skiftevis skal stande Slaget, der knytter Venskabs stærke Baand. Venner fra Danmark hjem maa nu drage, Minder saa skönne bliver til bage. Hils, hils Danmarks kristne Ungdom: Fælles vi er om Livets bedste Skat. Fr. Fr. % Vatnsdalur í Húnavatnssýslu. Sæludalur, sveitin best! sólin á pig geislum helli! J. H. Vatnsdalur liggur í miðri Húnavatnssýslu, inn á milli hárra fjalla. Hann er talinn með fegurstu sveitum á lslandi. Hann snýr nálega beint i norður og suður. Sunnan til greinist hann í tvo afdali. Heitir sá vestri Forsæludalur, en hinn ber ekkert sjerstakt heiti. Má vera að hann hafi áður verið nefndur Kárdalur, því að þar er bær, sem heitir Kárdalstunga. Hár og snarbrattur múli gengur norður á milli afdala þessara, er Þór- ormstungumúli heitir. Við rætur hans stendur bærinn Þórormstunga. Af múla þessum er fagurt útsýni norður eftir endilöngum Vatnsdal, yfir Ping og út til sjávar. Dalurinn lítur út sem geysi- mikill hallarsalur eða eldaskáli í fornum stíl. Gólf og veggir, undir stjörnuþaki þessa mikla skála, eru skrýddir fjölbreyttum gróðurskrúða, en sýnilegt er, að mennirnir hafa ekki varðveitt hann sem skyldi. En hvað sem því líður er dalurinn tilkomumikill og fagur. Austanvert við dalinn er Vatnsdalsfjall. Það er hár og brattur fjallgarður. Snarbrött kletta- belti fylgja sumstaðar brúnum. Er því nálega alstaðar ófært upp á fjallið, nema sauðfje og gangandi mönnum. Uppi á því eru víða ágætir sumarhagar, enda var þar að jafnaði setið hjá ásauðum, þegar »fært var frá« á bæjumaðaust- anverðu í daínum. Háir hnjúkar og fell standa

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.