Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 3

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 3
um er þess getið i hugmyndasögum, að gamalt fólk hafi kennt yngri mönnum fræði og forn vísindi, t. a. m. Busla kerling, „hún fóstraði sonu karls, því at hún kunni margt i töfrum. Hún bauð Bósa at kenna hon- um galdra" . . . (Saga Herrauðs ok Bósa, cap. 2). Sigurður Fofnisbani biður Sigurdrífu „kenna sér speki ef hon vissi tíðindi or öllum heimum“; þá kveður hún Sigurdrífu-mál; hann segirvið hana: „kenn oss ráð til stórra hluta“, „kenn enn fleiri speki-ráð“ (Völsunga s. c. 20 og 21). þ>ess konar dæmi eru öll á stangli, og snerta náttúrlega aldrei rímfræði né háttatal, heldur goða-sögur, átrúnaðarsögur, sagnfræði og spakmæli, hvort það nú var heldur í ljóðum og þulum, eða í ó- bundinni ræðu. Rím og kveðandi var skáldanna eigin uppáfinning; hitt ekki. Miklu fremur kemur það fram í sögunum, að menn hafi skoðað skáldskapinn sem náttúrugáfu (po'étam nasci, non Jieri); um Gunnlaug ormstungu er sagt þegar í upphafi, að hann var „skáld mikit“, en seinna er þess getið, að hann „nam lög- speki at þorsteini“; um Hallfreð vandræðaskáld segir svo: „skáld var hann þegar á unga aldri, ok allníð- skárr“; þar er eigi talað um neitt nám eða kennslu; um Sighvat er sagt, að hann varð skáld eptir að hann hafði etið fisk-höfuðið, því austmaður „kvað þar vera vit hvers kvikendis fólgit .... Sighvatr varð þaðan af skír maður ok skáld gott“ (Fornm. s. 5, 233 og 4, 89). Um Gretti er einungis þetta sagt: „orti hann jafnan vísur ok kviðlinga, ok þótti heldr níðskældinn“. Um J>orleif jarla-skáld er sagt: „hann var skáld gott“ —en svo kemur seinna: „þat töluðu menn at Skeggi mundi fleira kenna |>orleifi í fræðum fornligum en aðrir menn mundi vita“ (Fornm. s. 3,90); en þetta lýtur einmitt að jarlsníði eður þokuvísum og ákvæða- skáldskap; því þokuvísur, er f>orleifur kvað um Há- 10*

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.