Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Qupperneq 55
í>ennan vfsuhelming tekur útgefandinn þannig
saman (sjá bls. 175):
„f>ar er vfgmódar osynjur eggmóts of för iósu
fram seggja blóði. Vinir fagna því vagna“.
Útleggingin á latínu á bls. 123, er þannig: Ubi
deae belli studio fiagrantes, \ In acierum ferri occursu
inter eundum \ Virorum sangvinem profundebant \ Amici
curruum (armorum) eo lætantur.
Skýringar þær, sem jeg get fundið í orðasafninu
aptan við söguna, eru þaer, sem nú skal greina:
1 „Ósyniur“ virðist vera sett fyrir „Á-syniur“, og
þannig væri það rjettara sökum hendinganna á þess-
um stað, þar sem hjer eiga að vera skothendur“.
„Eggmóttf eptir orðinu : „mót eggja, bardagi“. í
þessari vísu, sem hjer er umtalsefni, segir, að „eig-
andinn eggmóts geti verið fyrir eggmóti með fyrirsetn-
ingu“. Annars mætti lfka taka saman „eggmóts för“==
ferð til bardaga.
„ Vagn = vagn, vögur. Vinir vagna f vísunni
virðist vera sjerstaklega guðirnir þór og Óðinn, og
var hinn fyr nefndi vanur að flytjast f reið (rheda).
þ>ó geti verið, að orðið „vagnali tákni eig. fleirt. af
„vopn“. Yngri landsmenn (recentiores Nostrates) hafa
vissulega sagt vapn fyrir vokn (sic), og þessvegna geti
„ Vagnavinir11 verið fyrir „vapnavinir11 (amici armorum)
eða hermenn. Greinin um vagn er reyndar fjölorð-
ari, en mjer virðist eigi þörf á að taka meira úr henni.
þetta er aðalatriðið.
„ Vígmódr. Módr hjer fyrir Módugr, ákafur, æstur
(animo incitatus, vehemens).
Jeg þarf eigi að fara mörgum orðum um þessar
skýringar; því að mjer virðist það ljóst, að þær sjeu
1) Útskýringarnar eru á latínu, og set jeg aðalatriði þeirra
hjer á íslenzku, tilhægri verka fyrir þá, sem eigi skilja latínu.