Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 6

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 6
142 lyklum“. Sturla fórðarson (1214—1284) orti um Há- kon konung gamla við Haðarlag (79)2 eitthvert hið skrautlegasta kvæði sem gert hefir verið, en þaðvant- ar líklega einhvern inngang eður ávarp fyrir framan kvæðið; það er á stangli í Hákonar sögu Hákonar- sonar (hins gamla) cap. 318, 319, 320, 321, 323, 324, 325, 326, og er út gefið af Sveini Skúlasyni með skýr- ingum í Safni til sögu ísl. 1, 618—622. J>að er eins og vísa Snorra í Háttatali hafi orðið fyrirmynd fyrir kvæði Sturlu; „landa útstrandir11 hefir hann að minnsta kosti tekið eptir Snorra, eins og Sturla hefir tekið orð- in „gekk alvaldr und ygis hjálmi11 (Hákonarmál; Há- konarsaga cap. 232. Safn 1, 612) eptir Agli Skallagríms- syni: „far er allvaldr und ygrs hjálmi — ljóðframaðr at landi sat“ (Arinbjarnardr. v. 4. Egils s. c. 81). Eins tekur þorgils vísu-orðið „kunni gramr at gunni“ (Fomm. s. 6, 387) orðrétt upp eptir Hallfreði (Fornm. s. 2, 3l3)> °S Sighvatur (Fornm. s. 4. 190) „hugstóran bið ek heyra“ eptir Einari skálaglam (SE 52, AM 1, 244); vísu-orðið „auk at ísarn leiki“ hefir Sighvatur (Hkr. 491) tekið upp eptir þjóðólfi inum hvinverskaúr Haustlöng: „ók at ísarnleiki11 (SE 59, AM 1, 278) — f>etta eru svo ljós dæmi, að menn geta svo sem þreif- að á og sannað, hvernig hin yngri skáld hafa notað hin eldri og staðið á herðum þeirra, og fer Snorri hér um þessum orðum, „at hin yngri skáld hafa ort eptir dæm- um hinna gömlu skálda, svo sem stóð í þeirra kvæðum11 (SE 69, AM 1, 338). — jþormóður Trefilsson var uppi 2) þar sem tölur standa þannig við hátta-nöfn, þá merkja þær hátt-töluna í Háttatali Snorra, og er eins í útg. föður míns og í útg. Ama Magnússonar nefndarinnar, nema í hinni síðamefndu útg. errangt prentað: 65 fyrir 64 og 78fyrir 79.— það er annars alls eigi tilgangur minn, að telja upp alt, er ort sé undir öðrum háttum en dróttkvæðum; eg nefni hið eptir- fylgjanda fremur sem dæmi upp á háttuna.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.