Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 71

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 71
207 8. í Njálssögu, 24. kapítula, er sagt frá því, að þá er Rútur hafði ónýtt fjármál það, er Gunnar á Hlíðarenda hafði höfðað gegn honum fyrir hönd Unnar Marðar- dóttur um heimanfylgju hennar, þá skoraði Gunnar honum til hólmgöngu; en Höskuldur Dalakollsson, hálfbróðir Rúts, rjeð honum að berjast eigi við Gunn- ar, heldur skyldu þeir greiða fjeð saman; gengu þeir þá til búðar Gunnars, og greiddu honum allt fjeð ; en síðan mælti Höskuldur: „Njót þú nú, sem þú hefir aflat“. f>á er sagt, að Gunnar hafi kveðið vísu þessa1: „Auðs munu æskimeiðar óttlaust fyrir því njóta hægs að hvergi ljúgum hjörþings til penninga. ferr enn vitnis varrar vjer rjóðum þá fljóði verr enn oss ok errinn álmr hraustr funa hjálma“. Jeg rita hjer vísuna með öllu, eins og hún er prentuð í útgáfunni 1875, enda er hún þar alveg eins og f útgáfunni 1772, að öðru leyti en því, að rithátt- urinn er nokkuð annar á sumum orðum; ætla jeg og víst, að vísan sje þannig svo rjett, sem auðið er að fá hana; þvi að á orðamun þeim, sem talinn er neðan- máls við hina latínsku útleggingu Njálssögu, Kmh. 1809, er eigi mikið að græða; enda virðast mjer ó- þarfar allar breytingar á vísunni frá því, sem hún er prentuð í þeim tveimur útgáfum, sem jeg nefndi hjer að framan. Vísan verður þannig í óbundinni ræðu: „Æskimeiðar hjörþings munu njóta óttlaust hægs auðar fyrir því, at (vjer) ljúgum hvergi til penninga ; enn fljóði ferr þá verr enn oss. Vjer rjóðum vitnis varrar, hraustr ok errinn álmr hjálma funa“. Meiðr = trje; hjörþing=orusta; ceskimeiðr hjör- þings = maður sem er fús til orustu, hermaður, og 1) þessi vísa er áður skýrð af dr. Jóni þorkelssyni í skóla- skýrslu, Reykjavík 1870.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.