Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 17

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 17
>53 og kallaðar grammatiskar fígúrur. Vísur Snorra í Háttatali—og vísur Rögnvalds og Halls i háttalykli— eru hið einasta i norrænum og íslenzkum fornkveð- skap, sem gjört er stranglega formlegt af ásettu ráði. Háttatal er svo vandasamt verk og svo nákvæmlega hnitmiðað niður, að enginn hefði getað gjört það nema hann væri mjög lærður á einhvern hátt og spekingur að viti. f>ví jafn vel þótt háttalykill Rögnvalds og Halls væri til á undan Snorra til fyrirmyndar, þá þurfti eigi lítinn skarpleik til þess að greina og skilja þessa formlegu list, sem er grundvöllur háttanna. En að fylgja henni út í æsar og fullnægja algjörlega þeim reglum, sem Háttatal heimtar, það hefir engu verulegu skáldi dottið í hug, og það getur aldrei samræmst neinum verulegum skáldskap, því hún er ekkert ann- að en form, drepandi niður öllu hugmynda-flugi. Snorri talar einmitt greinilega um það, að fornskáldin ekki hafi verið hept af tómurn formleguui reglum, það er að skilja, eins þröngum og ströngum reglum, og þeim er hann setur í Háttatali, þar sem hann segir að fornskáldin „hafi ort sumt með háttaföllum (SE 134. AM 1. 666), það er: að þeir eigi hafi gætt hátt- arins eins stranglega og formlega og Snorri heimtar; enn fremur má minna á það, sem þegar að framan var tekið fram: „Viða er þat í fornskálda verka, er í einni vísu eru ymsir hættir eða háttaföll, ok má eigi yrkja eptir því, þó at þat þykki eigi spilla í forn- kvæðum“ (SE 135. AM 1, 672); enda er og opt stop- ult að reiða sig alveg á kveðskap, ef dæma skal um framburð og lesháttu, þar sem skáldin tóku sér þau leyfi, sem þeim þóknaðist, enda þótt það sé einmitt skáldin, sem á hinn bóginn eru þeir hinir einu, sem geta leitt til þess að finna hið rétta. Lítið er að marka málskrúðsfræði Olafs hvitaskálds í sumum grein- Tímarit hins íslenzka Bókmentafélags. III. 11

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.