Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 72

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 72
208 það = karlmaður ; óttlaust — óttalaust; hægs = þægi- legur; fljóð = kona; rjóða = gjöra rautt (hjer: með blóði); vitnir = úlfur ; varrar (þol. fleirt.) = varir (af gjör. eint. vörr = vör (labiurn); errinn — ákafur, herskár; funi = eldur; funi hjálma = sverð; álmr (viðartegund) sverðs = karlmaður. Höskuldi hafði þótt Gunnar beita ólögum, er hann bauð Rúti hólmgönguna, og afla heimanfylgj- unnar Unnar eigi rjettilega, og því óskað þess, að fjárheimta þessi yrði Gunnari til óhamingju („Njót þú nú, sem þú hefir aflat“), og svar upp á þessa ósk Höskuldar er fyrri hluti vísunnar, og hugsunin sú, að þeir, sem njóti þessa fjár, geti notið þess óhræddir fyrir því, að hann hafi eigi haft með höndum neina ranga eða rangsleitnislega fjárheimtu á hendur Rúti. En er til síðari hluta vísunnar kemur, virðist svo, sem einhverj- um þeim orðum Höskuldar sje sleppt úr, sem falizt hafi í spá um það, að Unnur eða frændur hennar mundu launa Gunnari illa þessa fjárheimtu, og er auð- sætt, að orð Rúts lúta að því, þau sem standa næst á eptir vísunni: „Illa mun þjer launat verða“, og er þá síðari hluti vísunnar svar upp á spá þessa, og hugsun Gunnars sú, að ef Unnur launi sjer illa fjárheimtuna, þá fari henni ver en sjer, þar sem hann hafi lagt sig í lífshættu hennar vegna, og eigi því allt annað en illt skilið af henni og frændum hennar. „Vjer rjóðum vitnis varrar“ er aukasetning, sem hangir eigi beinlínis saman við meginhugsun vis- unnar, og eru slíkar aukasetningar alltíðar hjá forn- skáldum; en hugsunin er sú í þessum orðum, að Gunn- ar sje ótrauður til að vega menn til ætis úlfum, eða óhræddur í bardaga. „hraustr ok errinn álmr hjálmafuna“ er ávarp til Höskuldar.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.