Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 19

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 19
i$5 hinum beztu disticha-skáldum (Ovidíusi, Catúllusi, Tí- búllusi og Propertiusi), eins og allir vita, þeir er litið hafa í kvæði þessara skálda: dicitur inceptam | destituisse fugam. optarunt tergo | sustinuisse suo. Miklu sjaldnar finnst þetta hjá Hóratíusi og Virgilíusi; en slíkar hendingar tákna eigi hnignun í skáldskapn- um, heldur tákna þær sjálfráða eða ósjálfráða hneig- ingu til hljómfegurðar og hljóðfyllingar, þótt þetta nú að síðustu bæri skáldskapinn ofurliði og yrði eintóm- ur leikur, eins og síðar mun drepið á. Löngu fyrir íslands byggingu var farið að kveða í hendingum kristileg kvæði á latneska tungu, og öllum rímreglum (prosodíu) sleppt; stundum komu og upp latnesk hexa- metra í hendingum og eptir réttum rímreglum, en þó þannig, að engu skáldi Latínumanna á gullöldinni hefði dottið í hug að yrkja þau. Skáldskapurinn sjálfur leiðir fram hendingarnar; en eigi menn endi- lega að skoða allt sem eptirlíkingu, þá finnst mér eigi vér þurfum að flýja til Kelta eða vesturþjóða. Sann- arlega held eg að þeir klerkar, sem ortu rímaða hymna á latnesku, hafi eigi tekið hendingarnar frá keltneskum kvæðum. Hendingar finnast af tilviljun í mjög gömlum þulum, þar sem svo stendur á, að tvö nöfn geta rím- ast, t. a. m. Körmt ok 0rmt, Góinn ok Móinn, Fili Kili, Dori Ori, Skirfir Virvir, Skekkill Ekkill, Reifnir Leifnir, Nefill Refill, Hyrvi Syrvi, Hrist ok Mist, Fenja ok Menja o. s. frv., en þær koma og fyrir í enda vísu-orða: ,Högni Hölvki, Haraldr Fölkvi (í Alsvinns- málum, SE 98. AM 1,484; líklega um bardagann á Væni á milli Aðils og Ála: Áli Hrafni til íss riðu

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.