Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Blaðsíða 4

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Blaðsíða 4
140 kon jarl, voru beinlfnis galdrar, að því er menn trúðu. —Um þorstein uxafót, sem aldrei var skáld, stendur þetta: „þórgunna . . . kennir honum margt í fornum fræðum“ (Fornm. s. 3,113); þorsteinn er raunar við tröll og forynjur riðinn, en kemur aldrei fram sem fjöl- kyngismaður eða galdramaður, heldur sem kraptamað- ur og kappi. Um Hallbjörn hala er greinilega sagt, að „sakir þess at hann var ekki skáld, at hann hafði þeirrar listar eigi fengit, fekk hann ekki kveðið“—fyrr en þorleifur jarlaskáld kom til hans í draumi og tog- aði á honum tunguna (Fornm. s. 3, 102—103)—glöggari dæmi en þetta og um Sighvat geta menn varla hugs- að sér upp á það, að menn hafi skoðað skáldskapinn sem náttúru-gáfu, en eigi fenginn með lærdómi af mönnum. Ekkert verður markað af 6. og 7. cap. í Ynglingasögu, þar sem talað er um atgervi og íþrótt- ir Óðins, nema hvað skáldskapur, hendingar, rúnir, ljóð, seiður, galdur og fjölkyngi rennur þar allt saman, eins og vér drápum áður á. Háttatal Snorra (ásamt skáldskaparmálum) eru hinar einustu reglur fyrir fornum skáldskap er vér þekkjum; en þær voru eigi gefnar fyrr en löngu ept- ir að hin eldri höfuðskáld höfðu verið uppi, enda eru þær og út af þeirra skáldskap spunnar; en þessi höf- uðskáld höfðu engar höfuðreglur að yrkja eptir, ekki fremur en Hómer og Hesiódus. „Tilfinningin“ var hin einasta regla þessara (og allra) skálda. Einmitt þess vegna getur enginn maður „lært“ að yrkja, því eng- inn getur „lært“ tilfinninguna; en hún styrkist með lærdómi, hvort hann heldur er form (hættir, metrik) eða efni. Ef vér látum „reglur“ eiga sammerkt við lær- dóm eða kunnustu í víðari merkingu, þá verður að telja Gylfaginningu og allar sögur þess kyns. Formlegar reglur eða rímreglur finnast hvergi verulegar nema f háttatali Snorra, en vér finnum hvergi sannanir fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.