Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 63

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Page 63
199 að mitt gæti verið = helmingur árs, eða = hálft (64.) ár. Enn fremur segir i formálanum, bls. XIV—XV, að síðari hluta visunnar, „þá er fjóra fullkátir vjer sátum nú er minna mett sextigu vetra^, megi taka á þrjá vegu: 1. eins og þegar frá er skýrt, að Glúmur þá hafi verið 63 og hálfs árs gamall; 2. sex tigu vetra minna mett, að Glúmur þá hafi verið 56 ára (= 60 — 4); 3. þá er vjer sátum fjóra (vetr) sex tigu vetra, 0: fjóra vetr ins sjetta tigar. Nú er minna mett = nú er minni virðing vor. Á þessar skýringar get jeg fæstar fallizt. Hið fyrsta er um enn í fyrsta vísuorðinu, að það getur eigi hjer þýtt aptur eða í annaðsinn ; því að Glúmur hafði ávallt notið mikillar virðingar, til þess er hann varð að hverfa frá þverá, og getur það því eigi litið til neinn- ar vansælu hans áður. Að sœlu eigi hjer skylt við sœlu f orðinu forsælu kemur eigi til neinna mála. f>ar sem „marar“ er þýtt með „höfðingjaríí, þá er mjer ókunnugt um, að það orð sje í íslenzku eða neinum skyldum málum. Af því leiðir þá líka, að fleymarar = menn getur eigi verið rjett. Að kalla bónda mógrenni er heldur eigi viðkunnanlegt, enda kannast jeg eigi við þá kenningu. Að mett sje dregið saman fyrir metit, getur held- ur eigi átt við nein rök að styðjast að minni ætlun. Auk þýðingar á hinum auðskyldu og almennu orðum vísunnar, svo sem „sœla“, „menbrj'ótandi* og öðrum slíkum, eru skýringar þær, sem jeg hef fundið f orðabók Sveinbjarnar Egilssonar yfir hið forna skálda- mál (Lexicon po'éticum antiquæ linguæ seþtentrionalis) þær, sem nú skal greina : í, böggr = molestia, incommodum (óheill, óhamingja), og er auðsjeð, að hann fylgir þar eldri skýringum á orðinu, einkum í Sæmundar Eddu I, Kmh. 1787, bls. 387, neðanmáls.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.