Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 58

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Síða 58
194 Nú er sagt, að þær hafi ausið blóði út um allt hjerað- ið. Þetta bloð, sem þær hafa haf{ í troginu, mun sjálfsagt hafa verið mannablóð (veginna seggja) ; þær hafa því að líkindum komið úr bardaga og hafa því verið vígmóðar (móðar eptir vígin, öllu framar en: í vígahug; þó gjöri jeg eigi það að neinu þrætuefni, hvor merkingin er tekin úr orðinu hjer), eða þáímikl- um vígahug. Nú virðist mjer því augljóst, að þannig megi saman taka: þar*s vígmóðar ósynjur eggmóts jósu fram blóði veginna seggja. Hversu má þá ráða orðin of fjör ? Jeg verð að ætla, að fjör sje hjer þol- andi af fjörr, sem þýðir eins konar við (Sn.-Edda II, bls. 497), ogeigi ólíklegt, að það eigi skylt við orðið fura; á ensku fir; a þýzku Föhre; á dönsku Fyr. En hvernig kemst „viður^ hjer að ? Mjer finnst þetta orð koma hjer vel við, þegar þess er gætt, að konurnar voru á Hrisateigi; en þessi teigur hefur verið hrísi vax- inn, og því hefur hann Hrísateigur verið kallaður; y,of fjör“ skil jeg því svo, að Glúmi hafi þótt kon- urnar ausa blóðinu úr troginu út yfir teiginn, eða hrís- ið á teiginum. þá eru eptir orðin : gvinir fagna pví“. J>au orð skil jeg eigi, eins og þau eru. Jeg ætla víst, að orðið „viniru sje rangt. J>ví að í fyrsta lagi sá Glúmur í draumnum enga menn, nema hinar tvær kon- ur: og því gátu þeirra vinir eigi fagnað blóðsaustri kvennanna; og hverra vinir hefðu þá átt að fagna því ? J>að hefðu helzt átt að vera vinir Glúms eptir orðun- um, en þeir höfðu enga ástæðu til að gleðjast yfir því, þar sem af bardaganum á Hrísateigi, sem draumurinn átti að boða, hlauzt það, að Glúmur varð að láta af hendi J>verá við mótstöðumenn sína. Jeg ætla því víst, að „vinir" sje hjer misritað fyrir vitnir (= úlfur); enda er hægt að skilja, hvernig á þeirri misritun stendur, að það sje annaðhvort hreint og beint aðgáningsleysi skrifarans, eða hið eldra handritið, sem eptir hefur ver-

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.