Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 70

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.07.1882, Side 70
2o6 svá skal verða böggver höggvinn (Svarfd. 18. K., Kmh. 1830), þá þýðir Sveinbjörn Egilsson það orð í Lexic. poet. undir orðinu böggvi með latinsku orðunum: auctor molestiarum (=óheilla höfundur) eptir orðaregistrinu við Sæmundar-eddu, Kmh. 1787, bls. 447—48, við orðið byggvir, og segir þó, að það sje viðurnefni Klaufa. Jeg fmynda mjer og, að Klaufi hafi haft þetta viður- nefni, og hafi það verið dregið af skapnaði hans ; því að í sögunni, kap. 14., endar lýsingin á Klaufa þannig: „ok allt (líklega fyrir allr) var hann at áliti, sem hann væri krepptr og knýttr". Sögnin „bagga'1 þýðir og að tálma (Hvað baggar honum?=hvað er honum til tálma ?). Mjer finnst og orðið breiðr í vísunni benda til þess, að Glúmur hafi hugsað sjer aðra frummerk- ingu í böggr en beinleiðis—mein. Samkvæmt því, sem jeg hef nú þegar sagt, ætla jeg að vísuna megi rita þannig: Málörr munat enn sœlu menbrjótandi hljóta (oss kom breiðr í búðir böggr af einu höggvi), pá es—fleymærar—fjóra fullkátir vjer sátum— nú er—mógrennir— minna mitt setr—tigu vetra. Og tek jeg hana þá þannig saman : Málörr menbrjótandi munat enn hljóta sælu þá, es vjer sátum fullkátir fjóra tigu vetra; nú er mitt setr minna, fleymærar mógrennir. Breiðr böggr kom oss í búðir af einu höggvi.

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.