Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 1895, Side 17
17
konúngs var ekki og varð aldrei svo mikið, að hver
og einn einstakur maður væri ekki eins fullkomlega
persónulega frjáls, sem áður. Það er og svo gott
að vita, að Haraldur virti aunga menn jafnmikils
sem s k á 1 d sín; skyldi þ a ð eftirdæmi hafa verið
til hnekkis fyrir norskan skáldskap? Auðvitað flýðu
margir stórbokkar land, en á hinu er heldur eing-
inn vafi, að það varð eftir f Noregi allur fjöldinn
af landslýðnum; það vóru að eins einstök hjeruð
sem svo mart fór úr, að á þvi bæri, og úr mjög
raörgum hjeruðum Noregs kom næsta fátt eða ekk-
ert til íslands. Þetta skáldskapar-hnekkis-ok BMÓ
er alveg gripið úr lausu loftinu. Það voru aungvir
hneptir svo í dróma, að þeir gætu ekki súngið,
eingvir saungfuglar i búri. — Þar að auki sýngja
saungfuglar opt, þótt í búri sje, það er svo gott
að vita.
Með því að taka fram friðartímana á dögum
þeirra Haralds og Hákonar feðga, hef jeg að eins
viljað benda á, að skilyrðin fyrir tilorðníngu Eddu-
skáldskaparins, eins og hann heimtar þau eftir
minni skoðun, s j e t i 1 — í Noregi.
Að heiðin trú hafi verið veik hjá Islendíng-
um á 10. öld, — því held jeg fastlega fram, og að
skynsemistrú eða trúarleysi hafi verið allríkust, er
víst; að kristnin festi þar ekki rætur, þótt einstöku
landsnámsmenn væru kristnir, heldur hvarf fljótlega
og dó út, sýnir ekki k r a p t heiðninnar, heldur að
þessir kristnu menn gerðu ekkert tii þess að
breiða hana út og lifðu út af fyrir sig, en allur hinn
þorri landsmanna hjelt af vanafestu við heiðnina,
að svo miklu leyti sem þeir voru ekki trúarlausir
með öllu. Að einstöku menn hafi verið stækir trú-
menn, neita jeg ekki. Jeg hef haldið því fram, að
2